9:30
{mosimage}
Damon Johnson sigurreifur
Pavel Ermolinskij skoraði 2 stig þegar lið hans Huelva (9-6) sigraði Fundacio Basquetinca.com 63-59 á heimavelli eftir frábæran endasprett. Gestirnir leiddur 37-30 í hálfleik og 51-48 að loknum þriðja leikhluta en Huelvamenn tóku til sinna ráða í þeim síðasta og unnu hann 15-8.
Pavel lék í rúmar 16 mínútur og auk stiganna tveggja þá tók hann 4 fráköst.
Cantabria (5-10) tók á móti Ciudad de la Laguna Canarias í LEB gull deildinni og sigraði 81-76. Damon Johnson var í byrjunarliði Cantabria og lék í rúmar 33 mínútur og skoraði 12 stig.
Mynd: http://loboscantabria.blogspot.com