spot_img
HomeFréttirSpilað í IE-deildunum í dag

Spilað í IE-deildunum í dag

12:00

{mosimage}
(Úr fyrri leik þessara liða í vetur)

Fjöldi leikja er í íslensku deildunum í dag. Tveir leikir eru í Iceland Express-deild karla og heil umferð í Iceland Express-deild kvenna. Ásamt einum leik í 1. deild kvenna.

Snæfellingar taka á móti Njarðvíkingum í dag á heimavelli og er leikurinn í beinni á Rúv og hefst leikurinn kl. 16:00. Bæði Snæfell og Njarðvík unnu góða sigra í síðustu umferð og verður spennandi að fylgjast með leiknum á Rúv í dag.

Í Seljaskóla taka heimamenn í ÍR á móti Þórsurum – bæði þessi lið hafa tapað leikjum að undanförnu og þurfa nauðsynlega á góðum úrslitum að halda.

Þrír leikur eru í Iceland Express-deild kvenna.

Stærsti leikur umferðarinnar er án efa viðureign Hauka og KR á Ásvöllum kl. 17:00. KR-ingar eru eitt heitasta lið deildarinnar og munu án efa sýna af hverju. Haukastelpum hefur fatast flugið en eru sýnd veiði en ekki gefin.

Í Grindavík taka heimastúlkur á móti Hvergerðingum og Keflvíkingar fá Fjölnisstelpur í heimsókn. Báðir þessir leikir hefjast kl. 16:00.

Í 1. deild kvenna er Ármann/Þróttur að spila í Kennaraháskólanum og fá Þórs stelpur í heimsókn. Hefst leikurinn kl. 14:00.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -