spot_img
HomeFréttirBryndís til liðs við Fjölni

Bryndís til liðs við Fjölni

09:17
{mosimage}

(Bryndís var valin körfuknattleikskona Ármanns fyrir árið 2007) 

Bryndís Gunnlaugsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við úrvalsdeildarlið Fjölnis úr röðum Ármanns í 1. deild kvenna. Bryndís var einn sterkasti liðsmaður Ármanns og jafnframt stigahæsti leikmaður liðsins með 13,4 stig að meðaltali í leik. Fjölnir tekur á móti Grindavík kl. 19:15 í Grafarvogi í kvöld en Bryndís er Grindvíkingur að upplagi og lék með yngri flokkum félagsins. 

,,Ástæðan fyrir því að ég skipti um lið er sú að mig langar að spila í efstu deild. Ég var að klára háskólanám og hef nú meiri tíma til að æfa en áður. Það er samt hrikalega erfitt að yfirgefa Ármann enda lít ég á sjálfan mig sem Ármenning og mun halda áfram að vera þeim innan handar utan vallar þótt ég spili með Fjölni. Ég fór í Fjölni þar sem ég lít á liðið sem spennandi kost og þekki nokkra leikmenn þar og ég vona að ég geti hjálpað þeim í baráttunni framundan,” sagði Bryndís í samtali við Karfan.is.  

Ekki er enn komið á hreint hvort Bryndís verði með leikheimild í kvöld en það ræðst síðar í dag. Fjölnir hefur 2 stig á botni deildarinnar en Grindavík hefur 20 stig í 3. sætinu. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -