spot_img
HomeFréttirHattarmenn fóru sneypuför á Reykjanesið

Hattarmenn fóru sneypuför á Reykjanesið

0:17

{mosimage}

Höttur tapaði báðum leikjum sínum á Reykjanesi um helgina. Sá seinni var gegn Þróttum Vogum í gær og lauk með 119-94. Þróttur leiddi hálfleik, 63-57 eftir ævintýralega flautukörfu frá miðju vallarins. Höttur var yfir eftir fyrsta leikhlutann en varnarleikur þeirra var vonlaus og þeir fengu á sig þrjátíu stig í hverjum leikhluta. Reynt var að stoppa í holurnar í hálfleik en það bar engan árangur og heimamenn söfnuðu áfram stigum meðan Egilsstaðabúar þornuðu upp.

 

{mosimage} 

 

Í gær tapaði Höttur 95-94 fyrir Reyni í Sandgerði eftir tvíframlengdan leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 75-75. Hattarmenn jöfnuðu með þriggja stiga körfu 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Þeir voru klaufar í lok seinni framlengingar. Þeir voru með boltann fimm sekúndum fyrir lokin en misstu boltann. Sandgerðingar fóru í sókn, sprengdu pressuvörn Hattar og fundu lausan mann sem tryggði þeim sigurinn.  Ósigrarnir setja möguleika Hattar á að spila í úrslitakeppni 1. deildarinnar í vor í uppnám. 

Texti og myndir Gunnar Gunnarsson

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -