spot_img
HomeFréttirÖrvar Þór: Virkilega sætt að slá út KR

Örvar Þór: Virkilega sætt að slá út KR

6:00

{mosimage}

Nýverið var Örvar Þór Kristjánsson ráðinn aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga og er hann nú Teiti Örlygssyni innan handar á tréverkinu í Njarðvíkurleikjum. Örvar var að vonum kátur í leikslok og sagði að það skyldi enginn afskrifa Njarðvíkinga.

Njarðvíkingar hafa gert 245 stig í síðustu tveimur heimaleikjum sínum og eru sjóðheitir um þessar mundir. Örvar vildi þó ekki einblína á stigafjöldann undanfarið heldur mikilvægi sigursins í kvöld:

„Þessi 245 stig eru aukaatriði en aðalatriðið er sigurinn í þessum bikarleik. Við erum komnir áfram í undanúrslit og það var virkilega sætt að slá út KR þar sem við skulduðum,“ komst Örvar að orð og bætti við: „Það skal enginn afskrifa Njarðvík,“ og átti þá við vasklega framgöngu sinna manna á parketinu að undanförnu.

Af hverju er Örvar kominn í brúnna við hlið Teits Örlygssonar á þessum tímapunkti?
„Teit vantaði mann með sér og leitaði til mín og ég ákvað að slá til því þetta er mjög skemtilegt,“ sagði Örvar sem fannst KR aldrei eiga séns í leiknum.

„Vörnin hjá okkur var frábær og hún í bland við góðan sóknarleik skilaði sigrinum og mér fannst KR aldrei eiga séns hérna í kvöld þar sem við vorum betri á öllum sviðum. KR er með frábært lið en þeir eru heldur betur búnir að brotlenda núna undanfarið og þessi sigur okkar var virkilega sætur.“

www.vf.is

Mynd: www.vf.is/jbo

Fréttir
- Auglýsing -