13:25
{mosimage}
(Munu Grindavíkurkonur fagna í kvöld?)
Heil umferð fer fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þar sem Grindavíkurkonur geta náð toppsæti deildarinnar með sigri á Val í Röstinni í Grindavík. Þá taka Haukar á móti Fjölni að Ásvöllum og nýliðar KR fá Hamar í heimsókn í DHL-Höllina.
Valskonur komu nokkuð á óvart á dögunum er þær lögðu Keflavík í deildinni í spennuþrungnum og tvíframlengdum leik. Grindvíkingar eiga kost á því að komast einar á topp deildarinnar með sigri í kvöld og hafa gular leikið feiknavel að undanförnu og um helgina slóu þær KR út úr bikarnum svo það verður ekki hlaupið að því að sækja sigur í Röstina á næstunni. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Nýliðar KR eru í 3. sæti deildarinnar með 20 stig og sigur þeirra á Hamri í kvöld tryggir þeim 2. sætið í deildinni með Keflavík sem hefur 22 stig á toppi deilarinnar fyrir leiki kvöldsins. Hamar situr í 6. sæti deildarinnar með 4 stig og þeim hefur tekist öðru hvoru að stríða toppliðunum svo fróðlegt verður að sjá hvað þær gera í DHL-Höllinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20:00.
Að Ásvöllum er Íslandsmeisturum Hauka sigurinn ekki síður mikilvægur en Haukar taka á móti botnliði Fjölnis kl. 19:15. Haukar hafa 18 stig í 4. sæti deildarinnar en Fjölnir er með 2 stig á botninum.
Í C-riðli í 2. deild karla mætast Hamar B og Snæfell B í Hveragerði í kvöld kl. 20:30. Þá er einn leikur í bikarkeppni yngri flokka þegar Hamar/Þór tekur á móti ÍR í Þorlákshöfn kl. 20:00.