spot_img
HomeFréttirNBA: 13 ósigrar í afmælisgjöf hjá Wade

NBA: 13 ósigrar í afmælisgjöf hjá Wade

12:19
{mosimage}

 

(Það vantar sjaldnast tilþrifin þegar Dwyane Wade er annars vegar en sigrana vantar um þessar mundir) 

 

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Houston Rockets marði Texas slaginn gegn meisturum Spurs og hrakfarir Miami héldu áfram. Þessi 13 leikja taphryna Miami Heat er sú lengsta á þjálfaraferli Pat Riley.

 

Tracy McGrady snéri aftur í lið Rockets í nótt eftir 11 leikja fjarveru. McGrady lék í 27 mínútur í leiknum og náði að gera 9 stig, taka 4 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Töluverð spenna var á lokasekúndum leiksins en Spurs misnotuðu færin sín til að komast yfir í leiknum og Rockets gerðu vel að halda boltanum uns leiktíminn rann út. Það var svo Shane Battier sem gerði eitt víti í lokin til að knýja fram úrslitin 83-81 Rockets í vil. Stigahæstur í liði Rockets var Yao Ming með 21 stig og 14 fráköst en í liði Spurs var Tim Duncan með 24 stig og 17 fráköst. 

Að þessu sinni voru það New York Knicks sem færðu Miami Heat ósigurinn. Tapleikur næturinnar var sá þréttándi í röð hjá Heat og virðist liðið að hruni komið þó stórstjörnurnar Dwyane Wade og Shaquille O´Neal séu um borð. Á meðan hrakfarir Miami virðast engann endi ætla að taka bendir allt til þess að Knicks séu að finna fjölina enda sigur þeirra gegn Heat sá fjórði í fimm leikjum. Lokatölur í American Airlines Arena í nótt voru 84-88 Knicks í vil. Jamal Crawford gerði 22 stig og gaf 7 stoðsendingar hjá Knicks en Dwyane Wade, sem í gær fagnaði 26 ára afmæli sínu, var með 22 stig og 9 stoðsendingar hjá Heat.

Önnur úrslit næturinnar:

Philadelphia 76ers 99-95 Toronto Raptors

Charlotte Bobcats 105-87 Memphis Grizzlies

Orlando Magic 101-94 Portland Trailblazers

Indiana Pacers 104-110 Sacramento Kings

Chicago Bulls 97-81 Detroit Pistons

Milwaukee Bucks 99-119 Golden State Warriors

Dallas Mavericks 111-96 Seattle Supersonics

Denver Nuggets 111-108 Minnesota Timberwolves
LA Clippers 120-107 New Jersey Nets

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -