spot_img
HomeFréttirDaníel aftur í raðir Njarðvíkinga

Daníel aftur í raðir Njarðvíkinga

14:35
{mosimage}

(Daníel í leik gegn Reyni með Þrótti fyrr á þessari leiktíð) 

Bakvörðurinn Daníel Guðmundsson hefur ákveðið að snúa aftur í raðir Njarðvíkinga frá 1. deildarliði Þróttar í Vogum. Daníel lék upp yngri flokkana með Njarðvík en hefur m.a. leikið með FSu og Þrótti Vogum í 1. deildinni síðustu tímabil. Frá þessu er greint á www.vf.is  

,,Teitur þjálfari hafði samband við mig og vildi fá mig aftur í raðir UMFN og fannst ég verðskulda að fá að sýna mig í efstu deild,” sagði Daníel í samtali við Víkurfréttir en hann lék sex deildarleiki með Þrótti Vogum og gerði í þeim 17,5 stig að meðaltali í leik.  

,,Tíminn í Vogum var frábær og ég fékk að reyna vel á mig þar og bætti mig heilmikið. Ég skil sáttur við Voga og strákarnir í liðinu skilja ákvörðun mína,” sagði Daníel en Þróttur situr á botni 1. deildar með 2 stig.  

,,Þróttur hefur aðeins unnið einn sigur en liðinu hefur farið fram alveg frá fyrsta leik og vonandi gengur þeim sem best í framhaldinu,” sagði Daníel. 

www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -