spot_img
HomeFréttirSeiglusigur í Hafnarfirði(Umfjöllun)

Seiglusigur í Hafnarfirði(Umfjöllun)

22:00

{mosimage}
(Kiera Hardy setti niður mörg mikilvæg skot í kvöld)

Það var þrælmagnaður leikur sem háður var í Hafnarfirðinum í dag þegar Kefavík heimsótti heimasæturnar á Ásvöllum. Leikurinn bauð upp á allt sem skemmtilegur körfuknattleikur á að bjóða upp á og sáust mögnuð tilþrif leikmanna beggja liða oft á tíðum.

Fyrsti leikhluti var gjörsamlega í eign Hauka. Eftir að liðin skiptust á körfum framan af tóku Haukar öll völd á vellinum og breyttu stöðunni úr 9-8 í 15-8. Liðin skiptust á körfun í næstu sóknum og í stöðunni 19-12 tók Kiera Hardy ótrúlegan sprett en hún skoraði 8 stig á 30 sek. og staðan orðin 27-12 fyrir Hauka.
Mestur varð munurinn 19 stig Haukum í vil í leikhlutanum en Keflavík náði að rétta aðeins úr kútnum fyrir lok leikhlutans en hann endaði 38-23 fyrir Hauka.

{mosimage}

Keflavík eignaði sér annan leikhluta þegar þær snéru taflinu við með ótrúlegum hætti og á 4 mínútum voru þær búnar að jafna leikinn, 41-41. Á þessum tíma fundu Haukar engar glufur á vörn Keflavíkur og eins og tölurnar sína voru þær aðeins búnar að skora 3 stig á þessum 4 mínútum og komu þau öll af vítalínunni.

Haukar virtust ranka við sér þegar Keflavík var búið að jafna leikinn og skoruðu nokkrar góðar körfur. Haukar komust yfir 55-47 en á einni mínútu skoruðu Keflavík 10 stig á móti engu Hauka og t.a.m. náðu þær 6 stiga sókn þegar að Unnur Tara Jónsdóttir braut af sér og Kesha Watson fór á línuna. Á meðan Kesha tók vítin sín sagði Unnur vel valin orð við dómara leiksins og uppskar tæknivillu að launum. Kesha setti niður fyrri tvö vítin sem og seinni tvö. Keflvík fór svo í sókn og aftur var það Kesha Watson sem setti niður tveggjastiga körfu rétt áður en flautað var til leikhlés og leiddu Keflavík 55-57 í hálfleik.

{mosimage}

Haukar létu þetta ekki á sig fá, héldu áfram að berjast og skoruðu 17 stig á móti 7 Keflavíkur í upphafi þriðja leikhluta. Haukar voru komnar með 8 stiga forskot, 72-64, þegar Birna Valgarðsdóttir sýndi afhverju hún er ein fremsta körfuknattleikskona landsins. Birna setti niður 4 næstu körfur Keflavíkur og voru þetta allt þriggjastigakörfur og að auki setti Susanne Biemer niður eina. Keflavík voru komnar aftur yfir eftir 3-15 sprett og staðan 75-79 þegar inn í lokaleikhlutan var komið.

Áfram héldu Haukar og jöfnuðu leikinn fljótt. Liðin skiptust svo á körfum og leiddu Haukar um miðjan leikhlutan með 2 stigum 85-83. Birna og Susanne voru aftur á ferðinni og settu niður sitthvorn þristinn og breyttu stöðunni í 85-89 og aðeins 2 mínútur eftir.

Lengra komust Keflavíkurstúlkur ekki og Haukar skoruðu 9 síðustu stigin og 94-89 sigur þeirra í höfn.

Með sigrinum eru Haukar komnar með 22 stig og sitja enn í 4. sæti en Keflavík, Grindavík og KR eru öll með 24 stig.

{mosimage}

Stigahæstar í liði Hauka voru þær Kiera Hardy sem skorði 37 stig (6 stolnir.), Kristrún Sigurjónsdóttir með 21 stig (5 stolnir) og Unnur Tara Jónsdóttir með 21 stig (12 fráköst og 5 stoðsendingar)

Hjá Keflavík voru það Kesha Watson með 29 stig (15 fráköst og 5 stoðs), Birna Valgarðsdóttir með 19 stig (5 af 7 í þriggja) og Margrét Kara Sturludóttir 17 stig (8 fráköst og 6 varin skot).

Tölfræðin

Myndir: [email protected]

Texti: Emil Örn Sigurðarson / [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -