spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Fjórir leikir í IE deild karla

Leikir dagsins: Fjórir leikir í IE deild karla

11:31
{mosimage}

(Darboe og félagar í Grindavík mæta Hamri í Hveragerði í kvöld) 

Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld. Þrír þeirra hefjast kl. 19:15 en viðureign Stjörnunnar og Snæfells hefst kl. 20:00. Leik liðanna var frestað í gær sem og viðureign KR og Þórs Akureyri en sá leikur fer fram í kvöld kl. 19:15 í DHL-Höllinni. 

Þá mætast Tindastóll og Fjölnir á Sauðárkróki kl. 19:15 og Hamar fær Grindavík í heimsókn kl. 19:15.   

Takist KR að leggja Þór að velli í kvöld minnka þeir forskot Keflavíkur niður í 2 stig en núna hafa Keflvíkingar 26 stig á toppi deildarinnar en KR er í 2. sæti með 22 stig. Þór situr í 10. sæti með 10 stig.  

Grindavík heimsækir Hamar í Hveragerði en Ágúst Björgvinsson og félagar þurfa bráðnauðsynlega á sigri að halda enda liðið á botni deildarinnar með 6 stig. Grindavík hefur 20 stig í 3. sæti deildarinnar.  

Tindastóll tekur á móti Fjölni á Sauðárkróki í kvöld en Stólarnir hafa 10 stig í 9. sæti deildarinnar þar sem hart er barist um hvert sæti í úrslitakeppninni. Fjölnir hefur 8 stig í ellefta og næstsíðasta sæti deildarinnar.  

Leik Stjörnunnar og Snæfells var frestað í gær sökum veðurs en liðin mætast í Ásgarði í kvöld kl. 20:00. Stjarnan hefur 10 stig í 8. sæti deildarinnar og með sigri í kvöld geta þeir jafnan Snæfell að stigum sem hafa 12 stig í 6. sæti deildarinnar.  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -