spot_img
HomeFréttirGlæsilegur sigur Íslands gegn Finnlandi í undanúrslitum Evrópumótsins - Leika til úrslita...

Glæsilegur sigur Íslands gegn Finnlandi í undanúrslitum Evrópumótsins – Leika til úrslita gegn Serbíu á morgun

Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Finnland rétt í þessu í undanúrslitaleik Evrópumótsins í Georgíu, 94-77. Ísland er því komið í úrslitaleikinn gegn Serbíu sem fram fer á morgun kl. 17:15, en Serbía lagði Eistland nokkuð örugglega fyrr í dag í hinum undanúrslitaleiknum.

Ísland er einnig öruggt með fyrsta eða annað sæti mótsins þetta árið og því komnir með þátttökurétt í deild þeirra bestu á næsta ári, en efstu þrjú lið mótsins fara upp í A deildina.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Orri Gunnarsson með 27 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar. Honum næstur var Sigurður Pétursson með 14 stig, 4 fráköst og 5 stolna bolta.

Úrslitaleikur Íslands gegn Serbíu er kl. 17:15 að íslenskum tíma á morgun og verður í beinni vefútsendingu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -