spot_img
HomeFréttirJón Arnór ætlar að leika sinn fyrsta leik 7. febrúar

Jón Arnór ætlar að leika sinn fyrsta leik 7. febrúar

12:00
{mosimage}

(Jón Arnór Stefánsson) 

Lottomatica Roma sigruðu Angelico Biella 94-80 á dögunum eftir að hafa verið yfir 55-35 í hálfleik. Það styttist í Jón Arnór og stefnir hann á að vera með í bikarleik liðsins 7. febrúar gegn La Fortezza Bologna. Frá þessu er greint á www.kr.is/karfa  

Lottomatica Roma sigruðu Angelica Biella nokkuðu örugglega en heimamenn höfðu forystu allan leikinn, 25-17 eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik 55-35. Gestirnir náðu að minnka muninn í þriðja leikhluta og staðan 72-56. Lokatölur 94-80 þar sem David Hawkins var stigahæstur með 19 stig.  

Jón Arnór Stefánsson er farinn að æfa á nýjan leik og stefnir á að leika gegn La Fortezza Bologna í bikarkeppninni sem fer fram í Bologna daganna 7. febrúrar til 10. febrúar þar sem úrslitaleikurinn verður leikinn. Jón Arnór hefur einu sinni áður orðið ítalskur bikarmeistari en þá með Napoli.

Leikirnir í átta liða úrslitum bikarkeppninnar eru:  

Fimmtudaginn 7. febrúar

Montepaschi Siena gegn Scavolini Spar Pesaro
Lottomatica Roma gegn La Fortezza Bologna
 
Föstudaginn 8. febrúar

Pierrel Capo d´Orlando gegn Angelico Biella
Premiata Montegranaro gegn Air Avellino  

Undanúrslitin verða svo leikin laugardaginn 9. febrúar og úrslitaleikurinn sunudaginn 10. febrúar.

 

www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -