spot_img
HomeFréttirMyndasyrpa: Blikasigur í framlengingu

Myndasyrpa: Blikasigur í framlengingu

11:14
{mosimage}

Breiðablik hafði nauman sigur gegn Ármanni í 1. deild karla í gærkvöldi eftir framlengdan spennuleik í Laugardalshöll. Lokatölur leiksins voru 87-92 Blikum í vil sem reyndust mun sterkari í framlengingunni. 

Í stöðunni 5-5 tóku Blikar frumkvæðið í leiknum og leiddu lengsum af. Þegar leikar stóðu 48-58 Blikum í vil bættu Ármenningar við sig snúningi og gerðu 17 stig gegn 1 frá Breiðablik. Þegar svo tvær mínútur voru til leiksloka var staðan 75-69 Ármanni í vil.

Breiðablik heldur í sókn þegar skammt er til leiksloka og brotið er á Rúnari Inga Erlingssyni. Rúnar tekur innkastið af endalínu og finnur Aðalstein Pálsson sem setur niður körfu og jafnar metin í 76-76. Leiktíminn rennur svo út í sandinn og blásið til framlengingar. 

Blikar reyndust mun sterkari í framlengingunni og gerðu 10 stig gegn 3 strax í upphafi og fögnuðu að lokum 87-92 sigri og hafa nú unnið 13 leiki í röð í 1. deildinni með 26 stig á toppnum.  

Nemanja Sovic lét vel að sér kveða í liði Blika með 36 stig og 6 fráköst en Maurice Ingram gerði 25 stig og tók 17 fráköst hjá Ármanni.

Tölfræði leiksins 

Myndir: Snorri Örn Arnaldsson

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -