spot_img
HomeFréttirIgor og Signý best í umferðum 10-17

Igor og Signý best í umferðum 10-17

13:22
{mosimage}

(Úrvalslið umferða 10-17 ásamt Igor Beljanski og Hannesi Jónssyni formanni KKÍ) 

Signý Hermannsdóttir leikmaður Vals var í dag útnefnd besti leikmaðurinn í umferðum 10-17 í Iceland Express deild kvenna. Við sama tækifæri var Igor Beljanski þjálfari Grindavíkur útnefndur besti þjálfarinn. Þá var úrvalslið umferðanna einnig tilkynnt þar sem Valur átti tvo leikmenn, Grindavík tvo og KR einn.  

Grindvíkingar voru með besta sigurhlutfall umferðanna eða 87,5% þar sem liðið lék 8 deildarleiki, vann 7 og tapaði 1. Keflvíkingar gerðu þó flest stig í leik í umferðum 10-17 eða 96,0 stig að meðaltali í hverjum leik. Þar næst komu Grindvíkingar með 85,0 stig að meðaltali í leik. Grindvíkingar voru með bestu skotnýtinguna eða 45,9% og þá var Grindavík einnig með hæsta framlag allra liðanna í skoruðum stigum frá leikmönnum af varamannabekknum, 19,4 stig að meðaltali í leik.  

Úrvalsliðið var þannig skipað: 

Jovana Lilja Stefánsdóttir, Grindavík
Tiffany Roberson, Grindavík
Signý Hermannsdóttir, Val
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR
Molly Peterman, Val 

Mynd: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -