spot_img
HomeFréttirTinna: Framvegis verði allir dagar Fjölnisdagar

Tinna: Framvegis verði allir dagar Fjölnisdagar

13:14
{mosimage}

 

(Tinna í leik gegn Fjölni, hvað annað?) 

 

Bakvörðurinn áræðni Tinna B. Sigmundsdóttir verður í eldlínunni með Val gegn toppliði Keflavíkur í Sláturhúsinu í kvöld. Tinna hefur í vetur farið á kostum gegn botnliði Fjölnis og í tölfræðisamantekt íþróttafréttamannsins Óskars Ófeigs Jónssonar kemur margt athyglisvert í ljós. Tinna hreinlega fer á kostum með Valskonum gegn Fjölni og sagði hún í samtali við Karfan.is að hún gæti vel hugsað sér að skila viðlíka tölum í Sláturhúsinu í kvöld.

 

,,Ég hafði nú reyndar ekki hugmynd um þetta, hef reyndar ekkert verið að pæla í þessu,” svaraði Tinna aðspurð um stórleiki sína gegn Fjölniskonum en hún er með 18,0 stig að meðaltali í leik gegn Fjölni sem er sex stigum meira að jafnaði en gegn næsta liði.

 

,,Ég hef reyndar dottið inn á góða leiki gegn Fjölni og það hafa greinilega verið góðir dagar. Það væri alveg spurning um að detta inn á svona leik í kvöld og að framvegis verði allir leikdagar hjá mér Fjölnisdagar,” sagði Tinna kát í bragði sem er Hólmari í húð og hár og heldur með Snæfellingum í bikarúrslitum þegar þeir mæta Fjölni.

 

,,Hver leikur núna er úrslitaleikur hjá okkur, við þurfum helst að vinna alla okkar leiki og Haukarnir að vera óheppnir og það er bara vel raunhæft,” segir Tinna en Valur og Haukar berjast hart um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni.

 

Valskonur hófu leiktíðina frekar seint en í umferðum 10-17 unnu þær 6 af 8 deildarleikjum sínum. ,,Við vorum ótrúlega óheppnar framan af vetri með mannskap en þegar við erum allar heilar þá erum við þrusugóðar. Við höfum einnig lent svolítið í því að byrja leikina okkar í síðari hálfleik en fleiri og fleiri leikir eru að verða góðir hjá okkur,” sagði Tinna Fjölnisbani.

 

Von er á miklum baráttuleik hjá Keflavík og Val í kvöld en hér að neðan látum við tölfræði Tinnu fylgja með og þar sést hvar hún er hæst í flestum sínum tölfræðiþáttum í leikjum Vals gegn Fjölni.

 

Tinna B. Sigmundsdóttir

Framlag Tinnu eftir mótherjum / Efficiency per game 

vs Fjölnir           25,7
vs Haukar          9,7
vs Grindavík       7,0
vs Keflavík         4,0
vs KR              3,0
vs Hamar           2,0 

Stigskor Tinnu eftir mótherjum / Points per game 

vs Fjölnir           18,0
vs Haukar          12,0
vs Grindavík       8,3
vs Keflavík         6,3
vs KR               6,0
vs Hamar           5,7 

Stoðsendingar Tinnu eftir mótherjum / Assists per game 

vs Fjölnir           7,7
vs Haukar          4,3
vs KR              4,0
vs Grindavík       3,3
vs Keflavík         3,3
vs Hamar           2,0 

Stolnir boltar hjá Tinnu eftir mótherjum / Steals per game 

vs Fjölnir           4,7
vs Grindavík       2,3
vs Hamar           2,3
vs Haukar          2,0
vs Keflavík         1,7
vs KR    1,7  

3ja stiga körfur hjá Tinnu eftir mótherjum / 3 point field goals 

vs Fjölnir           10
vs Haukar          8
vs Keflavík         5
vs Grindavík       3
vs KR              3
vs Hamar           0 

Skotnýting hjá Tinnu eftir mótherjum / Field goal percentage 

vs Fjölnir           47,2%
vs Haukar          36,8%
vs Keflavík         31,8%
vs Grindavík       31,0%
vs Hamar           24,1%
vs KR              20,6%   

3ja stiga skotnýting hjá Tinnu eftir mótherjum / 3pt field goal percentage 

vs Fjölnir           52,6%
vs Haukar          38,1%
vs Keflavík         31,3%
vs Grindavík       25,0%
vs KR              17,6%
vs Hamar           0,0%

[email protected]  

Tölfræðisamantekt: Óskar Ófeigur Jónsson, [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -