spot_img
HomeFréttirVerður erfitt verkefni segir Einar Árni

Verður erfitt verkefni segir Einar Árni

11:27

{mosimage}

Einar Árni Jóhannsson er þjálfari liðsins 

Rétt í þessu var að ljúka drætti í riðla í Evrópukeppni 16 ára drengjalandslið, B deild en Ísland tekur þátt í þeirri keppni. Keppnin fer fram í sumar í Sarajevo í Bosníu og Herzegovínu.

Ísland er í riðli með heimamönnum frá Bosníu, Austurríki, Hollandi, Svartfjallalandi og Danmörk.

Karfan.is náði á Einari Árna þjálfara liðsins og spurði hann hvernig honum litist á riðilinn og hverjir væru möguleikar íslenska liðsins.Riðllinn er sterkur en það er svosem enginn riðill þarna sem er eitthvað áberandi skárri til að vera í. Liðin í riðlinum okkar eru sterk. Heimamenn og Svartfjallaland eru náttúrulega partur af gömlu júgóslavíu sem hefur alltaf verið sterk. Holland er lið sem við höfum verið að glíma við í yngri landsliðunum síðustu ár og þeir eru alltaf erfiðir. Austurríkismenn eru eflaust í svipuðum klassa og svo eru dönsku yngri liðin á mikilli uppleið. Við munum mæta þeim á NM í lok apríl / byrjun maí og sjáum þá hvar þeir standa En þetta verður verðugt verkefni og við æfum vel í sumar og sjáum hvert það skilar okkur.

Við færum fréttir af drætti A landsliða þegar þær eru komnar

[email protected]

Mynd: www.karfan.is

 

Fréttir
- Auglýsing -