spot_img
HomeFréttirNBA: Ben Wallace frá Chicago ? Mörg lið breytt á lokasprettinum

NBA: Ben Wallace frá Chicago ? Mörg lið breytt á lokasprettinum

01:46

{mosimage}
(Þú spilar með LeBron núna)

Það voru nokkur stór skipti áður en leikmannaskiptafresturinn rann út fyrr í kvöld. Cleveland, Seattle og Chicago stóðu í skiptum þar sem 11 leikmenn fengu ný lið. Þetta voru ekki einu þriggja-liða skiptin því að New Orleans, Houston og Memphis skiptu líka á nokkrum leikmönnum.

Stærstu skipti dagsins voru viðskipti Cleveland, Chicago og Seattle en þau þýða að Ben Wallace er farinn til Cleveland ásamt þremur sterkum spilurum. Ben Wallace fann sig aldrei í Chicago síðan hann kom til þeirra frá Detroit og gengi Chicago verið afar slakt. LeBron var að kalla eftir breytingum í Cleveland og þetta eru kannski þær breytingar sem hann vildi sjá. Seattle fær reynda leikmenn til að hjálpa ungu liði.

Cleveland, Chicago, Seattle skiptin í hnotskurn:

Cleveland fær:
Ben Wallace frá Chicago
Joe Smith frá Chicago
Valrétt í 2. umferð nýliðavalsins 2009 frá Chicago
Wally Szczerbia frá Seattle
Delonte West frá Seattle

Chicago fær:
Drew Gooden frá Cleveland
Larru Hughes frá Cleveland
Shannon Brown frá Cleveland
Cedric Simmons frá Cleveland

Seattle fær:
Donyell Marshall frá Cleveland
Ira Newble frá Cleveland
Adrian Griffin frá Chicago

{mosimage}
(Drew Gooden)

Bobby Jackson til Houston
Bonzi Wells er enn á ný farinn á flakk og að þessu sinni til New Orleans í skiptum fyrir Bobby Jackson. Byron Scott þjálfari New Orleans taldi þessi skipti nauðsynleg en liði hans hefur gengið vel í vetur og á góða möguleika á að ná langt í vetur.

New Orleans, Memphis, Houston skiptin í hnotskurn:

New Orleans fær:
Bonzi Wells frá Houston
Mike James frá Houston

Houston fær:
Bobby Jackson frá New Orleans
Adam Haluska frá New Orleans
Valrétt í 2. umferð nýliðavalsins 2008 frá New Orleans
Réttin að Sergei Lishouk frá Memphis

Memphis fær:
Marcus Vinicius frá New Orleans
Réttinn að Malick Badiane frá Houston

{mosimage}
(Gerald Green ásamt félaga sínum Al Jefferson þegar þeir
 voru kynntir sem leikmenn Minnesota í sumar)

Gerald Green fékk að fara

Detroit fékk Juan Dixon frá Toronto í skiptum fyrir Primoz Brezec en Dixon óskaði eftir því að fara.

Háloftafuglinn Gerald Green var búinn að óska eftir því að fá að fara frá Minnesota og hann fékk ósk sína uppfyllta. Hann fór til Houston í skiptum fyrir Kirk Snyder, valrétt í 2. umferð nýliðavalsins 2010 og pening.

Denver fékk Taurean Green frá Portland í skiptum fyrir Von Wafer.

Þar með er einu fjörugasta leikmannaskiptamánuði lokið í NBA en hver stóru skiptin fóru fram. Það er ljóst að stór hluti af betri liðum NBA eru breytt þegar að leikmannamarkaðurinn lokar.

[email protected]

Myndir: AP

Fréttir
- Auglýsing -