spot_img
HomeFréttirLýður: Bárður lætur góða menn sitja ef þeir spila ekki vörn

Lýður: Bárður lætur góða menn sitja ef þeir spila ekki vörn

11:26

{mosimage}

Karfan.is hitti á nokkra einstaklinga sem starfað hafa náið með þjálfurum beggja liðanna sem leika í bikarúrslitum karla og fékk þá til að lýsa þeim sem þjálfurum, ekki síst þegar kemur að stórleikjum eins og bikarleikjum.

Fyrst hittum við á Lýð Vignisson sem þekkir vel til Bárðar Eyþórssonar þjálfara Fjölnis. Lýður lék lengi með Bárði í Snæfelli auk þess sem hann lék undir stjórn Bárðar þar.

Lýður hafði þetta að segja um Bárð.

,,Bárður er gríðarlega ákveðinn þjálfari sem leggur allan sinn metnað í það sem hann gerir. Þessum metnaði er best lýst í þeim tíma sem hann eyðir utan æfinga til að gera lið sitt betra. Bárður er mjög kröfuharður á sjálfan sig og á sína leikmenn og fer hann algjörlega sínar eigin leiðir og ætlast hann til þess að leikmenn fylgi honum í því sem hann leggur fram. Hann þolir ekki þegar menn gera hlutina með hangandi hendi og hann hikar ekki við að láta menn heyra það ef þeir eru ekki að leggja sig fram, sama hver er.

Helsti styrkleiki Bárðar í þjálfun en varnarleikurinn en lið hans eru oftar en ekki með betri varnarliðum deildarinnar og þá oft á kostnað sóknarleiksins. Bárður þolir ekki leikmenn sem leggja sig ekki fram varnarlega og segir hann að ef einn leikmaður slakar á í vörninni þá sé hún ónýt. Af þessum ástæðum hafa góðir leikmenn oft þurft að hvíla meira en þeir telja sig eiga skilið.

{mosimage}
(Lýður Vignisson)

Bárður á ekki langan feril að baki sem þjálfari en hefur þó verið kosinn þjálfari ársins í tvígang af leikmönnum deildarinnar. Árangur hans sem þjálfari er góður en hann á að baki einn bikarúrslitaleik, Hópbílabikartitil, deildarmeistaratitil, tvívegis komist í úrslit Íslandsmótsins og er nú kominn með lið sitt í bikarúrslit í annað skipti.

Fengin reynsla Bárðar í gegnum árin mun án efa hjálpa Fjölnismönnum í þessum leik og ekki mun skemma fyrir að hann hefur þjálfað flesta leikmenn Snæfellsliðsins og þekkir inn á allar þeirra sterku og veiku hliðar. Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig Bárður ætlar að sigrast á fyrrverandi lærisveinum sínum í Höllinni en honum tókst það fyrr í vetur vestur í Hólmi.

Ég óska fyrrverandi liðsfélaga, þjálfara og góðvini mínum Bárði alls hins besta í deildinni í vetur en ég get ekki stutt við bakið á honum í birkarúrslitunum þann 24. febrúar. Til þess er Snæfellshjartað of stórt.”

[email protected]

Mynd: visir.is

Fréttir
- Auglýsing -