spot_img
HomeFréttirEinn leikur í IE-deild kvenna í dag

Einn leikur í IE-deild kvenna í dag

08:00
{mosimage}
(Valskonur hafa verið á miklu skriði)

Í dag eru fjórir leikir á dagskrá hérna heima og ber hæst leik Vals og KR í IE-deildinni kl. 20:00 og FSu og Breiðabliks í 1. deild karla kl. 19:15.

Valskonur hafa verið á miklu skriði eftir áramót unnið 7 af 9 leikjum sínum og töpuðu síðast leik 13. feb. KR eigir enn vona á að ná deildarmeistaratitli en til þess að það gerist þurfa Grindavík og Keflavík að tapa öllum leikjum sem þau eiga eftir og KR að vinna alla en KR á nokkuð erfitt prógram framundan.

KR á eftir að spila við Val, Keflavík og Grindavík.
Keflavík á eftir að spila við Hauka, KR og Hamar
Grindavík á eftir að spila við Hauka og KR

FSu fær Breiðablik í heimsókn til sín og ljóst að þetta verður hörkuleikur. Breiðablik hefur enn ekki misstigið sig í vetur og sigrað alla 14 leiki sína. Með sigri í dag tryggja þeir sér sigurinn í deildinni og sæti í Icleand Express deildinni á næstu leiktíð.
FSu situr í 3 sæti með 20 stig og er staðan í deildinni gífurlega spennandi. Sigri FSu jafna þeir Val að stigum en ef ekki geta Haukar minnkað forskot þeirra í tvö stig sigri þeir Ármann/Þrótt á morgun.

Einn leikur er í 1. deild kvenna en þá mætast Haukar B og Snæfell í uppgjöri um efsta sætið en bæði lið hafa 20 stig. Leikurinn er á Ásvöllum og hefst kl. 19:15

Að lokum er leikið í drengjaflokki og mætir Fjölnir Stjörnunni í Garðabænum kl. 20:30

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -