spot_img
HomeFréttirLárus Jónsson: Börðumst og höfðum gaman af

Lárus Jónsson: Börðumst og höfðum gaman af

13:01
{mosimage}

(Lárus Jónsson) 

Karfan.is hitti fyrir bakvörðinn duglega Lárus Jónsson á bikarhelgi yngri flokka á Selfossi. Þar var Lárus að fylgjast með bikarleik Hamars/Þórs og Njarðvíkur í 10. flokki en sjálfur fór hann á kostum í liði Hamars sem óvænt lagði topplið Keflavíkur í Iceland Express deild karla í gærkvöldi 94-88. Lárus gerði 19 stig í leiknum og var með 7 stoðsendingar og sagði það ekki ósennnilegt að Keflvíkingar hefðu vanmetið Hvergerðinga í gærkvöldi. 

,,Keflvíkingar komu rólegir í leikinn og við reyndum að nýta okkur það. Eina sem við ætluðum okkur að gera var að berjast og hafa gaman af því að spila körfubolta. Þetta var í raun fyrsti leikurinn okkar frá því við mættum ÍR milli jóla og nýárs sem við spiluðum sem lið, það er ótrúlegt hvað hægt er að gera þegar við leikum sem lið,” sagði Lárus hress í bragði í snörpu spjalli við Karfan.is 

,,Nú þurfum við bara sigra á línuna eða vinna tvo leiki í viðbót og Stjarnan tapi rest. Þá þurfum við að vinna rest og jafnvel Tindastóll að tapa rest en við leggjum þetta upp núna að við ætlum að hafa gaman af því að spila körfubolta. Hamar hefur oft verið nálægt falli en þetta er ekki algerlega undir okkur komið því ef Stjarnan eða Tindastóll vinna leik þá er þetta eiginlega búið hjá okkur,” sagði Lárus en Hamar hefur 8 stig á botni deildarinnar eins og Fjölnir en þar fyrir ofan er Stjarnan með 12 stig og Tindastóll 14 stig. 

 [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -