spot_img
HomeFréttirHaukar í 4. sætið(Umfjöllun)

Haukar í 4. sætið(Umfjöllun)

10:55

{mosimage}

Haukar og KFÍ mættust á Ásvöllum í gærkvöld og unnu Haukar góðan en síður en svo stóran sigur, loksins þegar fært var frá Ísafirði en þessi leikur átti að fara fram á föstudaginn. Fyrir leikinn voru Haukar í 5. sæti með 16 stig en KFÍ í því 7 með 12. Sigur fyrir KFÍ hefði ýtt þeim nær úrslitakeppninni en allt kom fyrir ekki. Fyrir vikið eru Haukar komnir í 4. sætið með 18 stig og Ármann/Þróttur færðist niður í 5. sætið með 16 stig eins og Þór Þorlákshöfn en Ármann á innbyrgðis viðureign þessara liða.

KFÍ opnaði stigareikningin með tveim vítaskotum frá Allan Sheppard og kom KFÍ yfir 0-2. Haukar skoruðu næstu 5 stig og liðin skiptust á að skora fram eftir leikhlutanum. Haukar voru skrefinu á undan Ísfirðingum og leiddu eftir fyrsta leikhluta 21-14.

{mosimage}

Haukar juku muninn með vítaskotum frá Marel Guðlaugssyni og hefðu sennilegast stungið KFÍ af ef það hefði ekki verið fyrir Pance Ilievski sem fór mikinn í leikhlutanum og skoraði 15 stig af 21 Ísfirðinga allt úr þriggjastigaskotum. Haukar fóru með 5 stiga forskot í leikhlé.

Haukar komu vel stemmdir til leiks í þriðja leikhluta. Eftir að Allan Sheppard hafði minnkað muninn í 3 stig kom 10-2 kafli frá Haukum þar sem að Jóhannes Marteinn Jóhannesson skoraði 8 af sínum 10 stigum. Haukar náðu þarna 11 stiga forskoti en það var mesti munur á liðinum allan leikinn. Áður en leikhlutanum lauk náði KFÍ aðeins að laga stöðuna og Haukar leiddu með 8 stigum fyrir lokaleikhlutann.

{mosimage}

Allan Sheppard hafði látið fara lítið fyrir sér framan af leik en gaf allt í þetta í fjórða leikhluta. Hann skoraði 8 stig í 7-12 kafla Ísfirðinga og höfðu þeir minnkað muninn í 3 stig þegar að 3 mínútur voru eftir af leikhlutanum. KFÍ varð fyrir mikilli blótöku á 5 mínútu leikhlutans þegar Bojan Popovic var rekinn af velli fyrir að reyna að sparka í liggjandi mann. Dómari leiksins rak hann beint af velli og þarf hann því að öllum líkindum að taka út leikbann í kjölfarið.

Haukar skoruðu 3 stig úr vítum og juku muninn í 6 stig en Srclan Bozic jafnaði leikinn, fyrst með þriggjastiga körfu og svo úr þrem vítum eftir að það hefði verið brotið á honum í þriggjastigaskoti.

{mosimage}

Leikurinn var jafn 70-70 og 2 mínútur eftir. Haukar sem höfðu verið yfir allan leikinn fram að þessu voru ekki á þeim buxunum að láta KFÍ stela af þeim sigrinum og spýttu í lófana. Óskar Ingi Magnússon kom Haukum yfir 72-70 en Þórir Guðmundsson jafnaði aftur. Marel Guðlaugsson kom Haukum yfir á ný 74-72 og Sigurður Einarsson kláraði leikinn á línunni með 2 stigum af vítalínunni þegar 13 sekúndur voru eftir.

KFÍ hélt til sóknar en með góðri vörn Hauka þvinguðu þeir KFÍ í tapaðan bolta þegar 3 sek. voru eftir af leiknum. Haukar tóku innkast og gáfu ekki færi á sér og úr varð 4 stiga sigur Hauka 76-72.

{mosimage}

Stigahæstur Hauka var Sveinn Ómar Sveinsson með 17 stig og 10 fráköst en næstir honum voru Sigurður Einarsson (13 stig) og Marel Örn Guðlaugsson (11 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar)

Hjá KFÍ var Allan Sheppard með 20 stig og 6 fráköst og Pance Ilievski var með 15 stig, allt úr þriggjastigakörfum sem hann skoraði í 2. leikhluta.

Tölfræði

Myndir: [email protected]

Texti: Emil Örn Sigurðarson – [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -