spot_img
HomeFréttirNBA: Nowitzki fór upp fyrir Blackman

NBA: Nowitzki fór upp fyrir Blackman

16:30

{mosimage}
(Dirk Nowitzki fagnar því þegar hann slær metið á laugardagskvöld
 Avery Johnson þjálfari Dallas í baksýn klappar fyrir kappanum)

Á laugardagskvöld varð Dirk Nowitzki stigahæsti leikmaður í sögu Dallas Mavericks þegar hann skoraði 34 stig gegn New Jersey og fór upp fyrir Rolando Blackman. Met Blackmans var orðið 18 ára gamalt en hann skoraði 16.643 stig á ferlinum með Dallas. Nowitzki er kominn í 16.644 stig fyrir Dallas á þeim 10 árum sem hann hefur leikið í borginni.

Nowitzki skoraði stigin sem fleytti honum yfir Blackman þegar 4:55 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. Nowitzki fékk boltann frá Jason Kidd og sestti stutt skot yfir Richard Jefferson. Uppselt var í American Airlines Center og þeir 20.399 áhorfendur sem voru í höllinni klöppuðu fyrir Þjóðverjanum þegar hann náði metinu.

,,Þetta er greinilega mikill heiður fyrir mig að vera stigahæsti leikmaður liðsins.,” sagði Nowitzki en hann er að klára tíunda tímabilið sitt með Dallas. ,,Það hafa verið margir frábærir leikmenn í sögu félagsins. Ro Blackman er vinur minn og hann þjálfari þýska landsliðið eitt ár þannig við verum nánir. Þannig að ég vildi ekki brjóta metið og taka það frá honum, en þetta er mikill heiður fyrir mig.”

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -