spot_img
HomeFréttirAthyglisverðar tölur hjá Capacent

Athyglisverðar tölur hjá Capacent

7:00

{mosimage}

Um 19 þúsund manns fylgdust með bikarúrslitaleiknum 

Blaðamaðurinn knái og fyrrum leikstjórnandi í Skallagrím og ÍA, Sigurður Elvar Þórólfsson, hefur á bloggi sínu rýnt í áhorfstölur sjónvarpsstöðvanna undanfarið og fyrir okkur körfuboltamenn eru þarna merkilegar tölur.

Á bloggi Sigurðar Elvars sem byggt er á tölum frá Capacent kemur fram að um 19 þúsund horfðu á bikarúrslitaleik karla í Lýsingarbikarnum, eitthvað örlítið færri horfðu á kvennaleikinn. Til samanburðar hefur hann fundið út að um 15 þúsund horfa á toppleikina í Meistaradeildinni í fótbolta og um 16 þúsund horfðu á úrslitaleikinn í ensku bikarkeppninni í fótbolta.  

Undirrituðum finnst þessar tölur athyglisverðar þar sem mikið fer ávallt fyrir Meistaradeildinni í fótbolta í fjölmiðlum en svo virðist vera sem það skili sér ekki í áhorf á Sýn. Uppsafnað áhorf á Sýn hefur verið það sem af er ári milli 2 og 3 prósent. Þó getur verið að áhorfið sé meira þar sem fleiri en einn geta horft á eitt tæki og jafnframt að menn kaupi þjónustuna annarsstaðar frá, nú eða fari á veitingastaði til að horfa á leikina. 

En það er allavega ljóst að það er stór hópur af fólki sem hefur áhuga á að horfa á íslenska körfuboltann í sjónvarpinu. 

[email protected] 

Mynd: www.karfan.is

 

Fréttir
- Auglýsing -