spot_img
HomeFréttirÍsl erlendis: Enn eitt tap Gijon

Ísl erlendis: Enn eitt tap Gijon

7:30

{mosimage}

Það gengur hvorki né rekur hjá Gijon (16-8), liði Loga Gunnarssonar, þessa dagana í LEB silfur deildinni á Spáni. Í gærkvöldi tapaði liðið sínum fjórða leik í röð, nú fyrir Akasvayu C.B. Vic á útivelli 79-63. Þegar þetta er skrifað er tölfræðin ekki komin inn en hún ætti að koma er líður á daginn.

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 8 stig þegar lið hans Univer (10-11) tapaði á útivelli gegn Lami-Véd-Körmend í ungversku úrvalsdeildinni í vikunni, 82-68. Jakob lék í 38 mínútur.

Pavel Ermolinskij og félagar í Huelva (10-14) heimsóttu Ford Burgos í spænsku LEB gull deildinni og töpuðu 89-61 eftir að hafa byrjað mjög illa í leiknum. Pavel lék í tæpar 26 mínútur og skoraði 7 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Cantabria (9-15) sem Damon Johnson leikur með tók á móti Bruesa GBC í spænsku LEB gull deildinni í gær og tapaði 74-97. Damon lék í rúmar 22 mínútur og skoraði 19 stig, hitti úr 8 af 10 skotum úti á velli.

[email protected]

Mynd: Logi Gunnarsson

Fréttir
- Auglýsing -