spot_img
HomeFréttirÞrymur sigraði í Utandeildinni

Þrymur sigraði í Utandeildinni

13:00

{mosimage}

Þrymur unnu Molda-Gnúp í úrslitaleik U-deildarinnar í körfubolta síðastliðið föstudagskvöld. Eftir sveiflukenndan og spennandi leik náðu Þrymsmenn að  merja sigur á lokasekúndunum með miklum sigurvilja og góðri liðsheild.

U-deildin hefur staðið yfir frá því í nóvember og spilað var í 2 riðlum, og tóku samtals 11 lið þátt í mótinu. Hafnaði Þrymur í 2. sæti í A-riðli, á eftir Moldum-Gnúp en lið Moldar-Gnúps voru ósigraðir fyrir þennan leik og hafði fyrri viðureign þessara liða endað með 32 stiga sigri Moldar-Gnúps, 79-47. Þrymur spilaði á móti sigurliðinu í B-riðli í undanúrslitum sem voru Boot Camp og  sigruðu 47-42. Moldar-Gnúpur unnu sinn undanúrslitaleik á móti Oddaflugi.

Það var því ljóst að Þrymsmenn ættu við ramman reip að draga ef þeir ætluðu að hefna ófaranna frá því í fyrri leiknum. Úrslitaleikurinn var eins og áður segir æsispennandi. Liðin skiptust á að leiða með einu stigi. Moldar komust yfir 42-41 með stigum af vítalínunni þegar 14 sekúndur voru eftir  af leiknum. Þrymsmenn fóru því í sókn, eftir að hafa ráðið ráðum sínum í  leikhléi, brotið var á Óskari Sigurðssyni undir körfunni eftir að hann náði frákasti. Óskar skoraði af vítalínunni og 6 sekúndur eftir. Moldar áttu  skot í lokin sem geigaði en náðu að blaka boltanum í körfuna en of seint því í þann mund rann leiktíminn út við lítinn fögnuð Moldar manna. Þrymur sigraði því með einu stigi,  43-42.

Lið Þryms: Efri röð frá vinstri: Stefán Friðrik Friðriksson, Sigmundur Birgir Skúlason, Matthías Rúnarsson, Bjarni Þór Bjarnason og Stefán Arnar Ómarsson. Neðri röð og einnig frá vinstri: Davíð Orri Ágústsson, Björn Ingi Óskarsson, Óskar Sigurðsson og Ragnar og Níels Steinsson. Á myndina vantar Ingva Hrannar Ómarsson, Aðalstein Arnarsson og Þráinn Frey Vigfússon.

www.skagafjordur.com

Mynd: www.skagafjordur.com

Fréttir
- Auglýsing -