spot_img
HomeFréttirMatt Hammer: Náðum vel saman frá upphafi til enda

Matt Hammer: Náðum vel saman frá upphafi til enda

13:00

{mosimage}
(Matt að fara skora 2 af 26 stigum sínum gegn Haukum í gær)

Matt Hammer var stigahæstur FSu manna í gærkvöldi með 23 stig, 6 stoðsendingar, 5 fráköst, 3 varin skot, 2 stolna bolta og aðeins 1 tapaðan og var hann lang besti maður vallarins. Hann sagði eftir leik við Karfan.is að þrátt fyrir 20 stiga sigur er margt í leik liðsins sem þarf að laga.

,,Við þurfum að laga margt og þá sérstaklega í vörninni. Þeir voru að keyra mikið á okkur og við verðum að gera betur næst. Í sókninni verðum við að hreyfa boltann betur. Í kvöld(gærkvöldi) fengum við mörg frí skot en það er ekki hægt að treysta alltaf á það.”

Þín frammistaða í kvöld var mjög góð. Var þetta þinn besti leikur í FSu búning?
,,Mér finnst það ekki. Það eru margir leikir þar sem við höfum náð vel saman frá upphafi til enda. Í kvöld(gærkvöldi) gekk mér ágætlega en ég gaf nokkrar slappar sendingar og tók nokkur léleg skot þannig að maður spilar aldrei fullkomin leik.”

Hvernig verður  næsti leikur þessara liða?
,,Þessir strákar eru væntanlega eins og við og líður betur á heimavelli. Við búumst ekki við auðveldum leik en þarna virðast vera nokkrir reynslumiklir leikmenn sem hafa spilað stóra leiki þannig að vonandi náum við að landa sigri á laugardag.”

Leikur nr. 2 er á laugardag kl. 14:00 á Ásvöllum.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -