spot_img
HomeFréttirNCAA: 16 liða úrslitin byrja í kvöld/nótt

NCAA: 16 liða úrslitin byrja í kvöld/nótt

9:48

{mosimage}

Bakvörðurinn Mario Chalmers (15) hefur leikið vel með Kansas í vetur.

Í kvöld hefjast 16 liða úrslitin í NCAA með eftirfarandi fjórum leikjum:

(1) North Carolina vs. (4) Washington St.
(3) Louisville vs. (2) Tennessee
(3) Xavier vs. (7) West Virginia
(1) UCLA vs. (12) Western Kentucky

Kapalstöðin NASN byrjar með smá upphitun kl. 23:00 og stuttu seinna ætla þeir að sýna frá leik North Carolina og Washington St. Síðan mun þeir skipta yfir á leik Xavier og West Virginia eftir þörfum.

Seinna um nóttina verður aðalleikurinn Louisville og Tennessee og hliðarleikurinn verður UCLA og Western Kentucky.

North Carolina er hálfgerð stofnun í bandarískum körfuknattleik. Liðið er eitt sigursælasta lið í NCAA og í gegnum skólann hafa farið margir frábærir körfuknattleiksmenn, t.d. M. Jordan. Tyler Hansbrough hefur leikið vel í vetur (23 stig og 10 fráköst á leik), hann og félagar hans munu væntanlega valta yfir Washington St., sem er ágætis lið.

Lið Louisville leggur mikið upp úr pressuvörn sinni og síðan detta þeir aftur í lifandi 2-3 svæðisvörn. Louisville hefur leikið vel í fyrstu tveimur leikjunum, sama verður ekki sagt um hið skemmtilega lið Tennessee. Í mest allan vetur hefur Tennessee leikið vel en hafa hikstað nokkuð síðustu vikur. Liðið hefur verið í basli með leikstjórnendur sína og hefur þjálfarinn verið með ýmsar tilraunir í gangi. Kannski þeir ákveða að vera með tvo leikstjórnendur inn á móti Louisville, eins og hefur verið gert í keppninni með góðum árangri á móti pressandi liðum. Pistlahöfundur veðjar á Louisville, sú spá fellur ef Tennessee og Chris Lofton sýna sitt rétta andlit.

Tölfræðin segir að Xavier eigi að vinna West Virginia. Bæði þessi lið hafa leikið vel í keppninni. Lið Xavier hefur meiri hraða og betri íþróttamenn, en pistlahöfundur telur að West Virginia sé með betri þjálfara og að það sé betur þjálfað.

Glansliðið UCLA á ekki að lenda í neinum vandræðum með Western Kentucky. Það mun mæða mikið á Courtney Lee og samherjum hans í W. Kentucky í þessum leik. Nýliðinn Kevin Love hefur leikið frábærlega fyrir UCLA í vetur, 17 stig og 11 fráköst á leik. Þessar tölur,  útlit og líkamsburðir (208 cm. og 271 pund) er ekki eitthvað sem maður tengir við nýliða eða þá glansmynd sem pistlahöfundur er oft að varpa á UCLA.

{mosimage} {mosimage}

Hér sést ,,nýliðinn” Kevin Love.

 

Myndir teknar af heimasíðum CNN og SCOUT.COM

Fréttir
- Auglýsing -