spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Barist í Vesturbænum og í Njarðvík

Leikir dagsins: Barist í Vesturbænum og í Njarðvík

07:00
{mosimage}

 

(Íslandsmeistarar KR hefja leik í úrslitakeppninni í dag) 

 

Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla heldur áfram í dag með viðureignum KR og ÍR og svo mætast Njarðvík og Snæfell í Ljónagryfjunni. Báðir leikirnir hefjast kl. 16:00 en viðureign Njarðvíkur og Snæfells verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 sport.

 

KR og ÍR mættust líka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrra þar sem KR fór með 2-1 sigur af hólmi en bikarmeistarar ÍR tóku sig þá til og unnu fyrsta leikinn í einvíginu í DHL-Höllinni. KR hélt svo áfram og varð Íslandsmeistari með 3-1 sigri á Njarðvík í úrslitaeinvíginu.

 

Njarðvík og Snæfell mættust síðast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar árið 1999 og þar höfðu Njarðvíkingar betur 2-0. Liðin unnu sína hvora deildarviðureignina í vetur. Njarðvík vann í Ljónagryfjunni og Snæfell í Hólminum. Eins og kunnugt er leika Njarðvíkingar í úrslitakeppninni án Friðriks Stefánssonar og verður athyglisvert að sjá hvernig þeim mun ríða af gegn bikarmeisturum Snæfells.

 

Þá fer einn leikur fram í 2. deild karla í úrslitakeppni b-liða þegar Stjarnan B tekur á móti Grindavík B kl. 16:30 í Ásgarði í Garðabæ.

 

KR og Þór Akureyri mætast í B-riðli Drengjaflokks kl. 18:00 í DHL-Höllinni og úrslitamót 7.flokks karla fer fram í Smáranum í dag og á morgun og hefst keppni kl. 13:00 með leik UMFN og KR í dag.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -