spot_img
HomeFréttirSkallagrímur fékk oddaleikinn(Umfjöllun)

Skallagrímur fékk oddaleikinn(Umfjöllun)

23:37

{mosimage}
(Darrell Flake setti 23 í sigri Skallagríms í kvöld)

Þetta fallega sunnudagskvöld mættu Grindvíkingar í Borganes með 1-0 yfir í baráttunni við Skallagrím. Þetta var annar leikur liðanna en sá fyrri fór 106-95 fyrir Grindavík og um mikið að vinna fyrir Skallagrím að fá oddaleikinn eða fara í sumarfrí. Stemmingin er alltaf góð í Borganesi og fjölmargir áhorfendur mættu á leik í kvöld en þeir sem mættu einnig voru dómarar leiksins þeir Sigmundur Már Herbertsson og Erlingur Snær Erlingsson.

Leikurinn byrjaði af krafti beggja liða og var varnarleikurinn settur til hliðar örlítið og fengu bæði lið að setja auðveldar körfur og var Pétur Már hjá Skallagrím með tvo þrista strax í byrjun og kveikti í sínum mönnum. Heimamenn voru komnir í 14-6 þegar Friðrik tók leikhlé til að fara yfir nokkur atriði. Þau atriði voru að ganga upp og tóku Grindvíkingar sig til varnarlega og náðu að klóra í bakkann. Staðan þá 16-15 fyrir heimamenn sem létu ekki slá sig út af laginu og héldu forystu eftir 1. fjórðung 24-19og voru ekki á þeim buxum að láta sópa sér í sumarfrí. Pétur Már sem byrjaði af krafti fyrir Skallagrím var kominn með 3 villur eftir 1. hluta.

Skallagrímsmenn komu ákveðnir í annan hluta og komust í 13 stiga forskot 35-21 með góðri vörn og þar sem Grindvíkingar hittu illa. Grindvíkingar settu upp veika pressu en Skallagrímsmenn áttu svör og kláruðu oftar en ekki dæmið.  Zekovic var heitur heimamanna og átti vörn Grindavíkur erfitt uppdráttar. Skallagrímsmenn þurftu að vara sig vegna villuvandræða lykilmanna um miðjan 2. hluta þar sem Pétur, Miftari og Axel voru með 3 hver og staðan 13-7 í villum fyrir heimamenn. Grindvíkingar snéru bökum saman í vörn og sigu á þar sem Adam Darboe 14 stig  og Páll Axel 11 stig voru þeirra sterkastir í stigaskori. En staðan engu að síður 51-47 fyrir Skallagrím þar sem Milojica Zekovic 18 stig og Darrell Flake 12 stig og 9 fráköst voru drifsköft heimamanna í fyrri hálfleik.

Þorleifur Ólafsson byrjaði á að opna með þrist og Grindvík jafnaði í kjölfarið 53-53 en heimamönnum langaði til Grindavíkur aftur í kaffi og kleinur og komust strax ákveðnir í 60-53. Páll Kristins og Darrell Flake fengu á sig sitthvora villuna eftir glímutök og fékk Páll fljótt sína 4 eftir hamagang í teignum sem og Miftari hjá Skallagrím. Grindvíkingar voru að sækja vel á og jöfnuðu 68-68 eftir drífandi leik Darboe og Þorleifs. Adam Darboe var gríðarlega sterkur og kom Grindavík í fyrsta skipti yfir 72-74 sem var staðan fyrir 4. og síðasta leikhluta og allt í járnum.

{mosimage}
(Jamaal Williams spilaði vel fyrir Grindavík í kvöld)

Adam Darboe var ekki hættur því hann átti fyrstu 3 stig 4. hluta. En leikurinn var verulega jafn og skiptust liðin á sprettum þar sem staðan var 84-84 um þegar 3:30 mín voru eftir. Flake fór á bekkinn eftir að hafa fengið 4. villu sína en Zekovic var að halda mönnum sínum við efnið. Það var alveg rafmagnað loftið og þetta var ósköp einfalt að ef Grindavík komst 3 stigum yfir þá settu Zekovic eða Pétur þrist.  Alltaf eltu Skallagrímur megnið af hlutanum en komust yfir 90-87 með einmitt þrist frá Pétri Má Sigurðssyni. Grindavík átti erfitt með Zekovic í lokin og í kjölfarið voru að missa boltann klaufalega.  Þegar 30 sek voru eftir var staðan 94-91 fyrir heimamenn. Grindvíkingar voru ekki að setja sín skot niður undir lokin og Skallagrímsmenn höfðu þegar 5 sek voru eftir annan fótinn í oddaleik 96-91 og Grindvíkingar brutu nokkrum sinnum áður en Skallgrímsmenn settu svo hinn fótinn í oddaleikinn og lokastaðan 96-91 og mikill baráttusigur Skallagríms með sterkum karakter í lokin.

Zekovic var atkvæðamestur Skallagríms og setti 36 stig og 8 frák og áttu Grindvíkingar engin svör við honum. Darrell Flake var sterkur og setti 23 stig og tók 11 fráköst en svo kom Pétur með 19 stig og hans þáttur í 4. hluta kom heldur betur að gagni og setti hann 3 þrista á mikilvægustu augnablikunum og þó að Allan Fall hafi skorað 2 stig þá var hann með 13 stoðs, og stjórnaði sínum mönnum ágætlega.

Grindvíkingar voru ekkert í svaka stuði en Adam Darboe var þeirra maður á vellinum í kvöld og setti 32 stig. Jamal Williams var drjúgur og setti 18 stig. En Þorleifur átti spretti og setti 15 stig á meðan Páli Axel var haldið nokkuð niðri en 13 stig frá honum engu að síður og var hann langt frá að vera ánægður að þurfa oddaleikinn.

Tölfræði

Texti. Símon B. Hjaltalín

Myndir frá síðustu viðureign þessa liða: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -