spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Toyotahöllinni

Sagt eftir leik í Toyotahöllinni

10:11
{mosimage}

 

(TaKesha Watson) 

 

Fyrsti úrslitaleikur Keflavíkur og KR gaf góð fyrirheit um það sem koma skal í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík hafði nauman 82-81 sigur á nýliðum KR þar sem TaKesha Watson var valin besti maður leiksins með 21 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst. Karfan.is ræddi við Watson og Jóhannes Árnason þjálfara KR í leikslok.

 

TaKesha Watson

 

Við bjuggumst alltaf við því að KR myndi aldrei gefast upp í þessu einvígi. Þær leika af hörku allar 40 mínúturnar og við verðum að gera slíkt hið sama allan leikinn.

 

Á þriðjudag verðum við að mæta tilbúnar til leiks í DHL-Höllina og leika af krafti. Þetta snýst ekki um neinn nema okkur sjálfar og það sem við erum að reyna að afreka. Að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Til þess að ná þeim árangri verðum við að ná í sigur á þeirra heimavelli.

 

Við erum ekki saddar, við erum svangar!

 

{mosimage} 

Jóhannes

 

Við ætluðum að reyna að hanga í þeim allan leikinn og svo stela þessu í lokin og það tókst næstum því. Leikirnir verða þannig að Keflavík verður í bílstjórasætinu framan af í leikjunum og við verðum að reyna að halda í við þær. Ef við spilum góða vörn þá eigum við séns á því að vinna þessa leiki.

 

Keflavík er með góðar skyttur en mér fannst þær nú samt ekkert hitta neitt sérstaklega vel gegn vörninni okkar. Þegar þú nærð að halda tempói út svona leik og vera í þeim allan leikinn þá minnkar nýtingin í skotunum. Ef við höldum áfram að vera svona vel í þeim og látum þær hafa áfram svona mikið fyrir körfunum sínum þá eiga þær eftir að þreytast og vörnin okkar að smella.

 

Mig langar helst til að spila strax aftur við Keflavík, ég er bara spenntur fyrir þriðjudagskvöldinu. Keflavík er betra lið en Grindavík og við þurfum sjálf að spila aðeins betur og mínir leikmenn þurfa að vinda aðeins upp á sig. Eftir svona leik hjá okkur þá verður enginn með minnimáttarkennd í Vesturbænum, það er alveg á hreinu.

  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -