spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Seljaskóla

Sagt eftir leik í Seljaskóla

07:00
{mosimage}

 

(Avi Fogel í sókn og Nate Brown til varnar) 

 

Þeir Nate Brown, ÍR, og Avi Fogel, KR, voru fyrirferðamiklir í Seljaskóla í kvöld þar sem KR tókst að jafna metin í 1-1 í 8-liða úrslitunum gegn ÍR. Karfan.is ræddi við þá Brown og Fogel í leikslok og sagði Fogel að það hefði komið í hlut hans og Helm að gera stóru körfurnar í kvöld og að hann kynni ljómandi vel við sig hér á Fróni.

 

Avi Fogel

 

Það er mikill karakter í liðinu okkar enda meistarar frá því í fyrra. Strákarnir komu allir inn í leikinn og vissu nákvæmlega hver staðan væri. Við leikmennirnir treystum allir á hvern annan og í kvöld kom það í hlut okkar Josh (Joshua Helm) að gera stóru körfurnar. Við Josh vissum báðir að við þyrftum að leika vel í kvöld því við vildum ekki fara í snemmbúið sumarfrí.

 

Stuðningsmennirnir okkar eru þeir bestu í deildinni, það á ekkert lið betri stuðningsmenn en við. Þeir halda okkur inni í leiknum og ég á bágt með að lýsa því í orðum hversu miklu máli þeir skipta okkur.

 

ÍR er gott lið og léku af hörku í fyrsta leik og núna í báðum leikjunum höfum við ekki verið að standa okkur á vítalínunni. Við verðum að laga þetta og gera okkur klára fyrir leikinn á fimmtudag.

 

Ég er ekki tilbúinn til þess að fara heim til Kaliforníu, mér finnst frábært að vera hérna á Íslandi og Reykjavík er frábær borg og ég vissi lítið við hverju ég átti að búast þegar ég kom hingað. Hér hafa allir komið vel fram við mig og þetta er bara frábær staður en það mætti vera aðeins meiri sól.

 

Nate Brown

 

Ég efast ekki um það að ef við höldum einbeitingunni þá getum við unnið oddaleikinn gegn KR á fimmtudag. Í dag börðumst við ágætlega en þegar öllu er á botninn hvolft var það KR sem setti niður stóru skotin. Við vorum ekki að hitta úr vítunum okkar og þá sérstaklega ég en ég tel að ef við getum leikið af sama ákafa og við gerðum í fyrsta leiknum þá eru okkur allir vegir færir.

 

Í svona einvígi eru það smáatriðin sem geta skipt sköpum. Að ná þessu auka frákasti eða að berjast af öllum krafti og ná að stela þessum bolta sem til þarf, bara að leika af hörku og vera andlega sterkur. Andlegur styrkleiki er eitt af lykilatriðunum í svona rimmum og við verðum bara að berja okkur saman og ég tel okkur ekki hafa átt slæman dag á heimavelli. Hver þáttur leiksins varð bara svo stór þar sem mjótt var á mununum.

 

Nú verðum við bara að þjappa okkur saman og mæta af krafti í þriðja leikinn.

 

[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -