spot_img
HomeFréttirUndanúrslit Meistaradeildarinnar nálgast

Undanúrslit Meistaradeildarinnar nálgast

14:08

{mosimage}

Ramunas Siskauskas lék vel fyrir CSKA Moskva í oddaleiknum

Í vikunni lauk 8 liða úrslitum í Meistaradeildinni lauk nú í vikunni með þremur leikjum. Í 8 liða úrslitum þurfti að sigra tvo leiki til að komast áfram, „best of three“. Þrjár af fjórum viðureignum 8 liða úrslitanna fóru í oddaleik og eru Montepashi Siena frá Ítalíu, CSKA Moskva frá Rússland, Maccabi Elite frá Ísrael og Tau Ceramica frá Spáni eru komin í undanúrslitin sem verða leikin í Madrid á Spáni 2. maí.

Montepaschi Siena var fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslitin með tveimur sigrum á Fenerbahce Ulker frá Tyrklandi.

CSKA Moskva byrjaði á að tapa á heimavelli gegn Olympiacos frá Grikklandi en vann svo góðan sigur í Grikklandi og kláraði svo dæmið á heimavelli.

Tau Ceramica byrjaði á að leggaj Partizan I. örugglega heima, steinlá svo í Belgrad en unnu svo aftur örugglega heima.

Maccabi Elite atti kappi við Barcelona og eftir þrjár jafnar viðureignir sem allar unnust á heimavelli eru Maccabimenn komnir áfram.

[email protected]

Mynd: www.euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -