spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik á Stöð 2 Sport

Sagt eftir leik á Stöð 2 Sport

21:24

{mosimage}
(Sigurður Ingimundarson fer með Keflavík í úrslit)

Hljóðið í mönnum var misjafnlega gott eftir leik þegar Þorsteinn Gunnarsson tók þjálfara og leikmenn tali.


Sigurður Ingimundarson – þjálfari Keflavík

,,Það var frábært hjá okkur að vinna þetta mjög góða lið eftir að þeir voru komnir 2-0 yfir og ég vil hrósa þeim fyrir frábært lið og ég er mjög ánægður að vinna þá. Við sýndum karakter og ég ekki verið annað en ánægður með mína menn. Í svona alvöru seríum er mikilvægt að ná að stilla sig ínn í leikinn í hvert skipti og okkur tókst það. Þessi deil dhefur verið ótrúlega góð en nú eru tvö lið eftir. Gunnar Einarsson spilaði mjög vel báðum endum vallarins. Hann er gott dæmi um að við þurfum ekki alltaf sömu mennina. Nú tökum við okkur smá tíma og undirbúum okkur en nú hefst fyrst alvaran. Nú er komið að því sem skiptir öllu máli.”


Jón Arnar Ingvarsson – þjálfari ÍR

,,Við erum í þessu til að vinna og erum grautfúlir núna, hinsvegar þá get ég verið stoltur því við spiluðum eins og menn framan af. Menn sýndu að það er ástæða til að taka okkur alvarlega. Við erum með lið sem tapaði fleiri leikjum en við unnum í vetur og erum því ekki með gallalaust lið og það eru glompur í þessu hjá okkur. Til að eiga séns leik eftir leik þarf allt að ganga upp og fá framlag frá öllum. Það gekk vel upp gegn KR og fínt til að byrja með gegn Keflavík en svo strögglum við og sjálfstraustið fer. Þó að við séum óánægðir með endann býr eitthvað mikið í þessu liði.”

Gunnar Einarsson – Keflavík
..Ég klikkaði á einu þriggja-stiga skoti í lok annars leikhluta hann var erfiður. Við rifum okkur upp af rassgatinu og gerðum þetta eins og karlmenn. Það er flottur mórall í þessu liði og alltaf gaman að koma á æfingu. Við vorum að spila vitlaust til að byrja með og vorum að flakka á milli svæðisvarnar og maður á mann. Maður á mann vörnin virkaði miklu betur. Ég fann það þegar ég gekk inn í húsið í kvöld að ég ætti eftir að eiga stórleik. Þetta er einn af þessum dögum þar sem allt datt ofaní. Siggi sýnir mér traust og þið sjáið árangurinn.”

Hreggviður Magnússon – ÍR
,,Í fyrsta lagi þá vinna menn sem lið og tapa sem lið. Þetta var fyrst og fremst liðstap í kvöld og ég er niðurbrotin maður. Það er skelfilegt að vera kominn með litlu tána inn fyrir dyrnar og taka KR og vinna fyrstu tvo leikina gegn Keflavík og taka svo ekki einn af þremur. Það verður að viðurkennast að Keflavík spilaði gríðarlega vel. Það var betra liðið sem vann hér í kvöld. Það er heilmikið að gerast hjá ÍR og við komumst langt núna en ekki nógu langt en það er heilmikill uppgangur hjá okkur. Ég er með hjartað í buxunum að hafa tapað þessari seríu.”

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -