spot_img
HomeFréttirFjögur fræknu: 10. flokkur stúlkna (1992 og yngri) - seinni leikur

Fjögur fræknu: 10. flokkur stúlkna (1992 og yngri) – seinni leikur

18:00

{mosimage}

Seinni leikurinn var á milli Hauka og Snæfells. Dagbjört (1993) leikmaður Hauka var spræk í byrjun leiksins og var með þrjár körfur og var dugleg að fiska villur. Haukar voru yfir eftir fyrstu lotuna, 12-7. Önnur lotan var róleg og voru Haukarnir yfir í hálfleik 26-17. Guðbjörg Sverrisdóttir sýndi styrk sinn og var með 7 stig.

Berglind hjá Snæfelli fór loksins í gang og var með þrjár góðar körfur. Meiri hraði var í þriðju lotunni og Snæfell náðri góðri syrpu og náði að minnka muninn í þrjú stig, en Haukar áttu góðan endasprett og voru yfir 39-33 í hálfleik. Berglind átti góða lokalotu og hélt liði sínu inn í leiknum og var með 11 stig í lotunni. Guðbjörg lék einnig vel fyrir Hauka og var með 10 stig. Er líða tók á lotuna náði Snæfell að minnka muninn niður í eitt stig, 50-49. Þá sýndi Guðbjörg mikið öryggi og setti niður fjögur víti og lið hennar kláraði leikinn 56-50.

Guðbjörg var með góða tvennu (17 stig og 12 fráköst). Auður hitti vel fyrir utan þriggjastiga línuna og var með 14 stig. Dagbjört var með 11 stig og Rannveig með 10.

Berglind Gunnarsdóttir (1993) var með frábæran leik fyrri Snæfell. Hún setti niður 26 stig og misnotaði aðeins 3 skot af velli og tvö af vítalínunni. Auk þess lék hún góða vörn og var með 15 fráköst. Hrafnhildur lék einnig vel og var með 12 fráköst og 9 stig. Sara átti einnig fínan leik og var með 10 stig og 7 fráköst.

Það verða því Njarðvík og Haukar sem mætast á sunnudaginn kl. 10

Fréttir
- Auglýsing -