spot_img
HomeFréttirNBA: Sixers lögðu Pistons á útivelli

NBA: Sixers lögðu Pistons á útivelli

10:03
{mosimage}

 

(Miller var stigahæstur hjá 76ers í nótt)

 

Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt og var það helst í fréttum að Philadelphia 76ers höfðu sterkan útisigur á Detroit Pistons í fyrsta leik liðanna. Lokatölur voru 86-90 fyrir 76ers sem leiða nú einvígið 1-0. Gestirnir voru öflugir á endasprettinum og gerðu 27 stig gegn 16 frá Pistons í fjórða og síðasta leikhlutanum.

 

Andre Miller var stigahæstur hjá 76ers með 20 stig og 6 stoðsendingar en í liði Pistons var Rasheed Wallace með 24 stig, 9 fráköst og 7 varin skot.

 

Þá tók Lakers 1-0 forystu gegn Denver Nuggets með 128-114 sigri í Staples Center. Pau Gasol fór hamförum í liði Lakers með 36 stig, 16 fráköst, 8 stoðsendingar og 3 varin skot. Hjá Denver voru þeir Carmelo Anthony og Allen Iverson báðir með 30 stig en Anthony var auk þess með 12 fráköst. Kobe Bryant bætti svo við 32 stigum hjá Lakers.

 

Boston Celtics áttu ekki í nokkrum vandræðum með fyrsta leikinn gegn Atlanta og skelltu Celtics gestum sínum 104-81. Ray Allen gerði 18 stig fyrir Boston og Rajon Rondo bætti við 15 stigum og 9 stoðsendingum. Hjá Hawks var Al Horford atkvæðamestur með 15 stig og 7 fráköst.

 

Orlando Magic komust í 1-0 gegn Toronto Raptors með 114-100 sigri í Amway Arena í Orlando í nótt. Troðsluvélin Dwight Howard fór á kostum í liði Magic með 25 stig, 22 fráköst og 5 varin skot. Hjá Raptorst var Anthony Parker með 24 stig og 7 fráköst.

 

[email protected]

 

Mynd: www.pictopia.com  

Fréttir
- Auglýsing -