spot_img
HomeFréttirNBA: New Orleans-Dallas í beinni kl. 23 á NBA TV

NBA: New Orleans-Dallas í beinni kl. 23 á NBA TV

15:53
{mosimage}

 

(Chris Paul fór á kostum í fyrsta leik gegn Dallas með New Orleans) 

 

Þrír leikir fara fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. New Orleans Hornets taka á móti Dallas Mavericks, Orlando Magic taka á móti Toronto Raptors og meistarar San Antonio Spurs taka á móti Phoenix Suns. Leikur New Orleans og Dallas verður í beinni útsendingu á NBA TV kl. 23:00.

 

New Orleans leiðir 1-0 gegn Dallas þar sem leikstjórnandinn svakalegi Chris Paul fór mikinn og gerði 35 stig fyrir Hornets og gaf 10 stoðsendingar í fyrsta leiknum. Þjálfari Dallas Mavericks, Avery Johnson, gerir sér grein fyrir því hve gríðaröflugur leikmaður Paul er og segir að sínir menn verði hreinlega að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að Paul fái ekki boltann.

 

Orlando leiðir einvígið 1-0 gegn Toronto og meistarar San Antonio Spurs leiða 1-0 gegn Phoenix Suns. Fróðlegt verður að sjá hvort tröllið Shaquille O´Neal geti staðið við yfirlýsingarnar sem hann sendi frá sér þegar hann gekk til liðs við Phoenix fyrr á leiktíðinni. Flest allar hljóðuðu þær upp á að kappinn myndi koma með þann stóra í hús.

 

[email protected]   

Fréttir
- Auglýsing -