spot_img
HomeFréttirNBA: Kevin Garnett valinn varnarmaður ársins

NBA: Kevin Garnett valinn varnarmaður ársins

21:16
{mosimage}

 

(Kevin Garnett) 

 

Kevin Garnett leikmaður Boston Celtics hefur verið útnefndur varnarmaður ársins í NBA deildinni. Garnett sem var með 18,8 stig að meðaltali í leik, 1,2 varið skot og 1,4 stolna bolta í leik hafði þar betur gegn varnarvélum á borð við Marcus Camby og Shane Battier.

 

Í deildarkeppninni í ár var Garnett ein helsta driffjöðurin í sterku liði Boston sem náði besta árangri deildarinnar með 66 sigra og 16 tapleiki. Andstæðingar Boston gerðu aðeins 90,3 stig á græna að meðaltali í leik og bætti liðið sig því um 8,9 stig frá síðustu leiktíð.

 

Garnett fékk 493 stig í kjörinu og þar af voru 90 atkvæði sem féllu í hans hlut um fyrsta sætið. Marcus Camby sem útnefndur var varnarmaður ársins á síðustu leiktíð varð í öðru sæti með 178 stig og Shane Battier hlaut 175 stig.

 

Varnarmaður ársins síðustu 10 ár

 Ár        Leikmaður
2008    Kevin Garnett, Celtics
2007    Marcus Camby, Nuggets
2006    Ben Wallace, Pistons
2005    Wallace, Pistons
2004    Ron Artest, Pacers
2003    Wallace, Pistons
2002    Wallace, Pistons
2001    Dikembe Mutombo, 76ers
2000    Alonzo Mourning, Heat

1999    Mourning, Heat

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -