spot_img
HomeFréttirÍsland laut í lægra haldi gegn sterku liði Slóveníu - Leika um...

Ísland laut í lægra haldi gegn sterku liði Slóveníu – Leika um sæti á Evrópumótinu á morgun

Undir 20 ára lið kvenna mátti þola tap fyrir Slóveníu í lokaleik riðlakeppni Evrópumótsins Makedóníu, 49-76. Ísland tapaði því tveimur leikjum og vann einn í riðlakeppninni. Slóvenía vann riðilinn með tvo sigra og eitt tap á meðan að Ísland Noregur og Slóvakía voru öll með einn sigur og tvö töp. Vegna innbyrðisstöðu hafnaði Ísland þó í neðsta sæti riðilsins.

Ísland byrjaði leik dagsins ágætlega, en voru þó 3 stigum undir eftir fyrsta leikhluta, 15-18. Undir lok fyrri hálfleiksins nær Slóvenía að bæta við forystuna og er munurinn kominn í 7 stig þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 28-35.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær Slóvenía svo að taka öll völd á vellinum og eru þægilegum 15 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 41-56. Í honum gera þær svo nóg til þess að sigla að lokum frekar öruggum 27 stiga sigur í höfn, 49-76.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Elísabeth Ægisdóttir með 11 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Henni næst voru Dilja Lárusdóttir með 18 stig og Natalía Jónsdóttir með 9 stig.

Ísland leikur næst á morgun um sæti 9-18 á mótinu, en mótherji þeirra verður liðið sem endar í 4. sæti C riðils (Kósovó, Króatía eða Makedónía)

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -