spot_img
HomeFréttirPartizan vinnur Adríahafsdeildina

Partizan vinnur Adríahafsdeildina

06:30

{mosimage}
(Nikola Pekovic fagnar hér sigri sinna manna um helgina)

Serbneska liðið Partizan Belgrad vann Adríahafsdeildina um helgina en hún er keppni bestu liða gömlu Júgóslavíu. Serbía, Króatía, Slóvenía og Bosnía, Svartfjallalandi og Herzegóvína eiga fulltrúa í keppninni.

Úrslitahelgin eða Final Four fór fram um helgina í Ljubljana í Slóveníu þar sem Partizan varð hlutskarpast. Lagði serbneska liðið Hemofarm að velli í úrslitum 69-51.

Í undanúrslitum mættust Union Ljubljana frá Slóveníu og Partizan annars vegar og króatíska liðið Zadar og Hemofarm hinsvegar.

Nikola Pekovic leikmaður Partizan var valinn besti leikmaður úrslitanna.

Um keppnina
Keppnin fór fyrst fram tímabilið 2001-02 og þá léku 12 lið í henni frá fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. Deildin var stækkuð 2004 og 2005 og þá voru 16 lið í henni víðsvegar af Balkanskaga. Ári seinna var fækkað í deildinni en hugmyndir forráðamanna ganga út á að hafa hana sem sterkasta og því var ákveðið að fækka liðum.

Þjóðirnar fá fulltrúa eftir styrkleika og er Serbía sterkust þessara þjóða eftir einkunnaskala sem var settur saman fyrir keppnina. En hann byggist á fjölda sigurleikja frá hverri þjóð miðað við liðafjölda.

Sigurvegarar frá upphafi:
2002: Union Olimpija
2003: Zadar
2004: Reflex
2005: Hemofarm
2006: FMP
2007: Partizan
2008: Partizan

[email protected]

Mynd: euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -