spot_img
HomeFréttirGinobili telur að leiðin að gullinu verði þyrnum stráð

Ginobili telur að leiðin að gullinu verði þyrnum stráð

19:00

{mosimage}
(Manu Ginobili með argentínska landsliðinu á HM 2006)

Manu Ginobili leikmaður San Antonio Spurs og Argentínska landsliðsins gerir sér grein fyrir því að það verður erfitt að endurtaka leikinn frá því fyrir fjórum árum síðan en þá vann Argentína gullið á Ólympíuleikunum í Aþenu. Þeir lögðu gestgjafana frá Grikklandi í átta liða úrslitum, Bandaríkin í undanúrslitum og svo Ítali í úrslitaleiknum.

,,Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað það er erfitt að vinna gullið á Ólympíuleikunum,” sagði Ginobili. ,,Það gerðist einu sinni og gæti jafnvel gerst aftur en það er flókið. Margt þarf að ganga upp. Það má ekki tapa mikilvægum leikjum eða geiga á mikilvægum skotum.”

Leikmenn argentínska liðsins voru teknir í guðatölu í heimalandinu þegar þeir komu heim með gullið en liðið verður breytt í sumar frá þvi fyrir fjórum árum. Það verður ærið verkefni fyrir Sergio Hernandez, þjálfara Argentínu, að stjórna liðinu til gullverðlauna en leikmenn eins og Pepe Sanchez, Alejandro Montecchia og Walter Hermann eru hættir. Á meðan eru helstu stjörnur liðsins orðnir sterkari leikmenn eins og Ginobili, Fabricio Oberto, Andres Nocioni og Luis Scola.

Það verður áhugavert að sjá hvernig fer í sumar en Argentína er í A-riðli ásamt Áströlum, Írönum, Litháenum og Rússum en eitt lið á enn eftir að tryggja sér sæti.

[email protected]

Mynd: fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -