spot_img
HomeFréttirIngibjörg Jakobsdóttir: Við eigum helling inni

Ingibjörg Jakobsdóttir: Við eigum helling inni

19:42

{mosimage}

Ingibjörg Jakobsdóttir var að vonum ekki sátt að loknum leik 18 ára landsliðs kvenna gegn Svíum, þar sem stelpurnar töpuðu með 50 stiga mun, 47-97.  Ingibjörg var stigahæst í íslenska liðinu með 13 stig.

Þetta var erfiður leikur hjá ykkur, eigið þið ekki meira inni en það sem þið hafið verið að sýna?
Jú jú, við eigum helling inni.  Við þurfum bara að byggja á þessu, en jú við eigum alveg helling inni.

Íslensku liðin hafa verið að tapa helling af boltum á Norðurlandamótinu, hver heldur þú að sé ástæðan fyrir því?
Við erum bara ekki nógu ákveðnar, bara Ísland er ekki nógu ákveðið sem lið.  Hinar þjóðirnar eru bara miklu sterkari og við erum ekki alveg líkamlega tilbúin í þetta

Heldurðu að undirbúningurinn fyrir mótið hafi verið nógu góður hjá liðunum?
Já já, það er svo sem ekki aðalmálið, jú jú, hann var ágætur, það er ekki það.

Texti og mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -