spot_img
HomeFréttir16 ára stelpurnar áttu ekki roð í Svía

16 ára stelpurnar áttu ekki roð í Svía

13:10
{mosimage}

 

Rob Hodgson og stelpurnar í U 16 ára landsliði Íslands máttu sætta sig við stóran ósigur gegn Svíþjóð í dag en lokatölurnar voru 54-81 Svíum í vil. Heimamenn í Svíþjóð afgreiddu leikinn snemma en þær komust í 0-25 áður en íslenska liðið náði að svara. Guðbjörg Sverrisdóttir var stigahæst íslensku leikmannanna í dag með 11 stig og 4 fráköst.

 

Stærðarmunurinn á liðunum var töluverður og tóku íslensku stelpurnar 22 fráköst í leiknum gegn 47 hjá Svíum. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 7-29 fyrir Svíþjóð og ljóst að framhaldið yrði þyrnum stráð hjá Íslandi.

 

Vörnin hjá íslensku stelpunum small saman í öðrum leikhluta og á köflum tókst þeim að loka vel á gestgjafana en munurinn var orðinn of mikill og því virtust góðar rispur Íslands aðeins virka sem dropi í hafi. Staðan í hálfleik var 23-47 fyrir Svíþjóð.

 

Í síðari hálfleik var aldrei spurning um hvort liðið færi með sigur af hólmi og þrátt fyrir fínar rispur hjá íslensku stelpunum voru Svíar einfaldlega betri á flestöllum sviðum leiksins.

 

{mosimage}

 

Stigaskor íslenska liðsins

 

Guðbjörg Sverrisdóttir 11

Elma Jóhannsdóttir 9

Dagmar Traustadóttir 8

Rannveig Ólafsdóttir 6

Hrafnhildur Sif Svavarsdóttir 5

Heiðrún Kristmundsdóttir 4

Thelma Ásgeirsdóttir 4

María Jónsdóttir 3

Ína María Einarsdóttir 3

Jenný Haraldsdóttir 1

 

Við biðjumst velvirðingar á því að beina netútsendingin datt niður undir loka fjórða leikhluta en álag á internetinu í Solnahallen þoldi ekki lengur við. Þessu hefur þó verið kippt í lag og eftir stutta stund verður U 16 ára leikur Íslands og Svíþjóðar í karlaflokki í beinni útsendingu en félagarnir Snorri Örn Arnaldsson og Ingi Þór Steinþórsson munu lýsa leiknum af kostgæfni. Sigur hjá 16 ára liði karla í dag fer langa leið með að tryggja strákunum inn í úrslitaleikinn. Sjá leikinn í beinni!

 

[email protected]

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -