spot_img
HomeFréttir18 ára stelpurnar úr leik

18 ára stelpurnar úr leik

16:28
{mosimage}

 

(Ragna Margrét hafði yfirburði í teignum í dag en það dugði Íslandi ekki til sigurs) 

 

Norðurlandamótinu hjá U 18 ára landsliði kvenna er lokið af hálfu Íslendinga sem töpuðu öllum fjórum leikjum sínum á mótinu og í dag lágu stelpurnar gegn Finnum, 63-76. Framan af leik höfðu Íslendingar frumkvæðið en Finnar sóttu á og höfðu að lokum sigur en stelpurnar sýndu augljós batamerki og það hefði verið virkilega gaman að sjá þær leika einn leik til viðbótar en 18 ára liðið reynir bara aftur að ári. Ingibjörg Jakobsdóttir frá Grindavík var stigahæst í íslenska liðinu í dag með 15 stig.

 

Íslenska liðið byrjaði betur og leiddi 12-11 að loknum fyrsta leikhluta en Finnar vöknuðu í öðrum leikhluta og náðu að komast yfir og staðan í hálfleik var 28-31 Finnum í vil.

 

Gott gengi Finna úr öðrum leikhluta hélt áfram í þeim þriðja og komust Finnar 10 stigum yfir, 37-47, þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Íslensku stelpurnar neituðu þó að gefast upp og með góðri baráttu tókst þeim að saxa á forskot Finna og minnka muninn í 52-57 og þannig stóðu leikar fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

 

Hægt og bítandi sigu Finnar fram úr Íslendingum í fjórða leikhluta og svo fór að lokum að íslenska liðið mátti sætta sig við sinn fjórða ósigur í röð. Lokatölur 63-76 en góð barátta hjá íslensku stelpunum sem létu ekki valta yfir sig heldur bitu frá sér og létu Finna finna vel fyrir sér.

 

Haukamærin Ragna Margrét Brynjarsdóttir átti ljómandi góðan dag í liði Íslands. Ragna leikur stöðu miðherja og áttu Finnar í mesta basli með hana á blokkinni. Ragna gerði 14 stig í dag, tók 17 fráköst og stal tveimur boltum.

 

Stigaskor Íslands í leiknum:

 

Ingibjörg Jakobsdóttir 15

Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14 / 17 fráköst

Íris Sverrisdóttir 13

Kristín Fjóla Reynisdóttir 9

Hafrún Hálfdánardóttir 6 / 11 fráköst

Lilja Sigmarsdóttir 2

Helena Brynja Hólm 2

Bryndís Hanna Hreinsdóttir 2

 

Úrslit úr leikjum 18 ára liðs kvenna á Norðurlandamótinu í Solna:

 

Ísland 46-67 Danmörk

Ísland 47-97 Svíþjóð

Ísland 53-63 Noregur

Ísland 63-76 Finnland

 

[email protected]

 

{mosimage}

(Ingibjörg Jakobsdóttir gerir 2 af 15 stigum sínum í leiknum)

Fréttir
- Auglýsing -