spot_img
HomeFréttirNBA: Boston og Lakers unnu

NBA: Boston og Lakers unnu

05:00

{mosimage}
(Kobe er sjóðandi þessa dagana og fátt virðist geta komið í veg fyrir að lið hans fari í úrslitin)

Boston kom í veg fyrir að falla úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar með stórsigri á Atlanta í gær en þetta var sjöundi og oddaleikur liðanna. Það var aldrei spurning frá fyrstu sekúndu hvoru megin sigurinn endaði en Atlanta menn áttu í vandræðum allan leikinn og voru eiginlega aldrei með. Stigahæstur hjá Boston var Paul Pierce með 22 stig og Joe Johnson setti 16 fyrir Atlanta.

Lakers vann fyrsta leik einvígisins við Utah með 11 stigum 109-98. Kobe Bryant, sem verður í vikunni útnefndur besti leikmaður tímabilsins eða MVP, fór á kostum eins og svo oft áður og setti 38 stig. Eftir jafnan fyrsta leikhluta náðu Lakers menn góðu forskoti í 2. leikhluta sem þeir héldu út leikinn. Sex leikmenn Utah skoruðu 10 stig eða meira en flest stig skoraði Tyrkinn snjalli Mehmet Okur eða 21. Þar með er Lakers búnir að taka forystuna í einvíginu 1-0.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -