spot_img
HomeFréttirAri verður áfram með Hamar

Ari verður áfram með Hamar

18:12
{mosimage}

 

(Ari Gunnarsson) 

 

Ari Gunnarsson verður áfram þjálfari Hamars í Iceland Express deild kvenna en þetta staðfesti þjálfarinn í samtali við Karfan.is í dag. Ari gerði tveggja ára samning við Hvergerðinga og hefur fullan hug á því að koma liðinu í úrslitakeppni deildarinnar.

 

,,Mig langar til að klára þetta verkefni sem ég tók mér fyrir hendur í Hveragerði þar sem ég er með tveggja ára samning við félagið og mitt markmið er að koma þeim í úrslitakeppnina,” sagði Ari en strax er byrjað að heltast úr lestinni þar sem Ragnhildur Magnúsdóttir verður ekki með Hamri framan af næstu leiktíð sökum barneigna.

 

,,Hvað varðar aðra leikmenn tel ég að hópurinn verði sá sami að flestu leiti. Ég á alveg eftir að negla niður erlenda leikmenn en ég á von á því að vera með Bandaríkjamann og Evrópuleikmann frá upphafi leiktíðar. Eftir að við fengum til okkar Evrópuleikmann á síðustu leiktíð sýndum við að við getum staðið í hvaða liði sem er í deildinni,” sagði Ari og var ekki viss um hvort bandaríski bakvörðurinn LaKiste Barkus yrði í Hveragerði á næstu leiktíð.

 

,,Barkus er núna að æfa í Bandaríkjunum en núna er ég bara að skoða málin því þetta er alltaf spurning um hvernig liðið verður í heild. Ég stefni að því að vera kominn með báða mína erlendu leikmenn í byrjun ágúst,” sagði Ari sem stýrði Hamri í 6. sæti deildarinnar þar sem liðið vann 6 leiki og tapaði 18.

 

Texti og mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -