spot_img
HomeFréttirNBA: Öruggt hjá Boston sem leiða nú 2-0

NBA: Öruggt hjá Boston sem leiða nú 2-0

09:36
{mosimage}

 

(Vörn Boston reyndist Cleveland um megn í nótt) 

 

Boston Celtics höfðu öruggan sigur á Cleveland Cavaliers í nótt í öðrum leik liðanna í undanúrslitum á Austurströnd NBA deildarinnar. Lokatölur leiksins voru 89-73 Celtics í vil en Cavaliers hófu leikinn með látum og leiddu á kafla 9-21 en heimamenn voru fljótir að snúa taflinu sér í vil.

 

Paul Pierce gerði 19 stig og tók 6 fráköst fyrir Celtics í nótt en LeBron James mátti enn að nýju sætta sig við slaka skotnýtingu gegn Celtics. James var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig en hann setti aðeins niður 6 af 20 teigskotum sínum og brenndi af öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum sem þýðir að hann hefur tekið 10 þriggja stiga skot í tveimur leikjum gegn Celtics og klikkað úr þeim öllum. Þá var James með 6 stoðsendingar og 5 fráköst en hann tapaði 7 boltum og hefur því tapað boltanum 17 sinnum í fyrstu tveimur leikjunum gegn Boston.

 

Þá tókst meisturum San Antonio Spurs að minnka muninn í 2-1 gegn spútnikliði New Orleans Hornets. Liðin áttust við í AT&T Center í San Antonio þar sem heimamenn fóru með 110-99 sigur af hólmi.

 

Tony Parker og Manu Ginobili áttu góðan dag í liði Spurs, báðir með 31 stig en Parker gaf auk þess 11 stoðsendingar. Hjá Hornets var leikstjórnandinn magnaði, Chris Paul, með 35 stig og 9 stoðsendingar.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -