spot_img
HomeFréttirNBA: Jafnaði met Jabbars

NBA: Jafnaði met Jabbars

12:01

{mosimage}
(Sigurvegarinn Horry jafnaði met Jabbars í nótt)

Robert Horry lék í nótt sinn 237 leik í úrslitakeppninni í NBA og jafnaði þar með met snillingsins Kareem Abdul-Jabbars sem lék með Milwaukee og L.A. Lakers. Horry sagði fyrir leikinn að hann vildi spila en aðeins ef hans hlutverk myndi skipta máli, ekki bara til þess að ná metinu. Það væri óvirðing við Jabbar ef hann færi inná eingöngu til að jafna metið en hann lék aðeins 54 sekúndur í leik nr. 3.

Í gær lék hann aðeins fleiri mínútur en hann skoraði 2 stig á þeim tæpu 10 mínútum sem Horry lék og stuðningsmenn San Antonio klöppuðu vel fyrir sínum manni þegar hann kom inná.

Horry sagði eftir leik að það væri draumi líkast að jafna metið en hann færi gott tækifæri til þess að bæta það þar sem lið hans San Antnio mun a.m.k. leika tvo leiki til viðbótar í NBA.

Hinn aldni Horry verður 38 ára seinna á árinu en hann er einn sigursælasti leikmaður NBA frá upphafi en hann hefur verið meistari sex sinnum meistari með Houston, L.A. Lakers og San Antonio

Í NBA-deildinni eru leikir aðeins skráðir ef viðkomandi kemur inná. Það er ekki nóg að vera á skýrslu eins og á Íslandi.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -