spot_img
HomeFréttirMarc Gasol leikmaður ársins: 17 ára undrabarn þriðji í kjörinu

Marc Gasol leikmaður ársins: 17 ára undrabarn þriðji í kjörinu

07:00

{mosimage}
(Marc Gasol er bestur á Spáni)

Spænski landsliðsmaðurinn Marc Gasol var kjörinn leikmaður ársins í spænsku úrvalsdeildinni ACB-deildinni. Gasol, sem er yngri bróðir Pau Gasol sem leikur með L.A. Lakers, spilar með Akasvayu Girona á Spáni.

Gasol var ellefu sinnum kjörinn leikmaður vikunnar í ACB-deildinni í vetur.

Annar í kjörinu var Rudy Fernandez, leikmaður DKV Joventut. Undrabarnið Ricky Rubio liðsfélagi Fernandez hjá Joventut var þriðji í kjörinu en hann verður 18 ára seinna á árinu. Í fjórða sæti var brasilíski landsliðsmaðurinn hjá Bilbao Marcelinho Huertas og Felipe Reyes leikmaður Real Madrid var fimmti.

Þessir fimm leikmenn mynda lið ársins og Joan Plaza þjálfari Real Madrid var svo kjörinn þjálfari ársins en lið hans endaði í efsta sæti í spænsku deildinni.

[email protected]

Mynd: fiba.com og euroleague.net

{mosimage}
(Ricky Rubio fór á kostum með U-16 ár liði Spánverja á EM fyrir tveimur árum)

{mosimage}
(Rudy Fernandez er einn besti leikmaður Evrópu)

{mosimage}
(Felpie Reyes stjórstjarna frá Real Madrid)

Fréttir
- Auglýsing -