spot_img
HomeFréttirNBA: Boston og Lakers taka forystu

NBA: Boston og Lakers taka forystu

09:28
{mosimage}

 

(Rajon Rondo) 

 

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Boston Celtics tóku 3-2 forystu gegn Cleveland Cavaliers og þá náðu Lakers yfirhöndinni, 3-2, gegn Utah Jazz.

 

Paul Pierce fór fyrir Celtics í stigaskorinu í nótt með 29 stig og 7 fráköst en besti maður vallarins var Rajon Rondo með 20 stig og 13 stoðsendingar. Liðsmenn Cavaliers réðu ekkert við Rondo í leiknum sem stjórnaði leik Celtics af miklu harðfylgi. LeBron James átti frábæran fyrri hálfleik þar sem hann gerði 23 stig en í þeim síðari átti hann nokkuð erfitt uppdráttar en lauk engu að síður leik með 35 stig og 5 stoðsendingar. Liðsmönnum Celtics tóks vel að loka á James í þriðja leikhluta en þar gerði hann aðeins tvö stig. Kevin Garnett átti svo góðan dag í liði Celtics með 26 stig og 16 fráköst. Næsti leikur Boston og Cleveland fer fram í Quicken Loans Arena í Cleveland aðfararnótt laugardags.

 

Byrjunarlið Lakers gerði 99 stig af 111 stigum liðsins þegar Lakers lagði Utah Jazz 111-104 í Staples Center. Kobe Bryant gerði 26 stig fyrir Lakers, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Hjá Jazz var Deron Williams atkvæðamestur með 27 stig, 10 stoðsendingar og 5 fráköst. Varamenn Lakers voru ekki að finna taktinn í leiknum og gerðu aðeins 13 stig á tæpum 60 mínútum sem þeir léku í leiknum á meðan framlagið af bekk Utah var sýnu meira eða 18 stig á rétt rúmum 50 mínútum.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -