spot_img
HomeFréttirÓlafur semur við Stjörnuna

Ólafur semur við Stjörnuna

11:52
{mosimage}

 

(Ólafur ásamt Þorsteini Þorbergssyni gjaldkera KKD Stjörnunnar) 

 

Bakvörðurinn Ólafur Jónas Sigurðsson hefur gert eins árs samning við Stjörnuna í Garðabæ og mun leika með liðinu í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð. Rekinn er varnagli í þessum efnum þar sem Ólafur gæti verið á leið til Danmerkur til náms en það er ekki enn komið á hreint. Ef hann verður á Fróni mun hann leika með Stjörnunni og er það Garðbæingum mikill liðsstyrkur við brotthvarf Sævars Haraldssonar.

 

Ólafur hefur löngum verið annálaður varnarbakvörður og er uppalinn ÍR-ingur. Hann lék 21 deildarleik með ÍR í vetur og gerði í þeim 6,5 stig að meðaltali í leik. Þá var Ólafur þriðji stoðsendingahæsti leikmaður ÍR í vetur með 57 stoðsendingar í deildinni. Ólafur sagði í snörpu samtali við Karfan.is að ástæða félagaskiptanna væri sú að honum fyndist nú vera kominn tími til þess að breyta um umhverfi.

 

Ólafur lék fyrst í úrvalsdeild leiktíðina 2000-2001 og gerði þá 5,0 stig að meðaltali í leik í 21 leik með ÍR. Ólafur er 26 ára gamall og hefur mest gert 24 stig í einum leik en það var gegn Skallagrímsmönnum þann 1. mars 2001. Hjá Stjörnunni mun Ólafur hitta fyrir gamlan liðsfélaga í Fannari Helgasyni en Fannar kom til Stjörnunnar fyrir síðasta leiktímabil frá ÍR sem þá voru ríkjandi bikarmeistarar.

 

Bragi Magnússon þjálfari Stjörnunnar sagði í samtali við Karfan.is að Ólafi væri ætlað að bakka Justin Shouse upp og fylla inn í tvistinn. Stjörnumenn eru að hefja æfingar á mánudag og dettur Ólafur beint inn í það.

 

Leikmannaferill Ólafs

 

[email protected]

 

Mynd: www.stjarnan.is

 

 

Fréttir
- Auglýsing -